Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 67
stendur í brattri brekku, eins og myndin sýnir,
sem hér fylgir með. Bergtegundin þarna er
kambró-silúr, sem fyrr var nefnd, og gefur ein-
staklega frjóan jarðveg. Blómskrúð í skógar-
sverðinum er fagurt, enda er skógurinn gisinn,
447 tré á ha. Músagangur var mikill í víkinni
nokkrum árum eftir gróðursetningu, og nöguðu
mýsnar margar plöntur til dauðs. Lerkið var 56
ára gamalt 1986 og var yfirhæöin þá 24 m, árlegur
vöxtur 11,2 mVha/ári og meðalársvöxtur 7,7 m'.
Hann er ekki meiri en þetta miðað við hæð vegna
þess hve trén eru fá á ha. Eðlilegt væri, að þarna
stæðu a.m.k. 600 tré. Árið 1939 var rauðgreni
bætt inn í lerkiteiginn vegna þess, hversu mjög
mýsnar höfðu grisjað ungplönturnar af lerki.
Þessar tvær trjátegundir una sér prýðilega saman,
eins og við þekkjum dæmi um héðan frá íslandi.
Lindifura úr Alpafjöllum stendur rétt hjá
raivolalerkinu. Mynd af henni fylgir hér með.
Árið 1986 var þessi teigur 63ja ára gamall, 910 tré
standa á ha, yfirhæðin er 13 m, árlegur vöxtur 11
mVha og meðalársvöxtur 6,3 m3. í Breiðuvík er
líka síberísk lindifura. Hún var faileg fram um
(i 40-50 ára aldur. Úr því fór hún að veslast upp.
Var hún óttaleg hryggðarmynd að sjá núna. Alpa-
furan er hins vegar fílhraust og mjög skrautleg.
Breiðavík: Lindifuran frá Alpafjöllum.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
65