Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 68
Breiðavík: Hlaði affelldum
trjábolum.
Hér á íslandi er alpalindifura til á Hallormsstað
mjög falleg. En þar eru mörg kvæmi af síberískri
lindifuru hvert öðru fallegra. Hið fallegasta
þeirra er þó frá Ibestad í skerjagarðinum í Troms
í Noregi. Raunar er síberísk lindifura mjög falleg
víða í Norður-Noregi, þar sem hún var víða gróð-
ursett fyrr á árum, vegna þess að rússneskir sjó-
menn höfðu lindifurufræ með sér og gáfu Norð-
mönnum, sem þeir áttu samskipti við. En í Rúss-
landi þykir lindifurufræ hið besta sælgæti. Þannig
vorum við Þórarinn Benedikz leystir út með væn-
um poka af lindifurufræi, er gestgjafar okkar í
Altai kvöddu okkur haustið 1979.
Sitkagreni var gróðursett í Breiðuvík strax eftir
1920. Þar er teigur einn, sem 1986 var 64 ára
gamall. 811 tré stóðu þá á ha og meðalársvöxtur
10 m3. Þetta sitkagreni er mjög glæsilegt, trén
yfirleitt gildari en rauðgreni jafngamalt (meðal-
þvermál 27 cm). Inni í skóginum er mjög skugg-
sýnt og undirgróður nær enginn.
Marþöll stendur við hliðina á sitkagreninu, 59
ára gömul 1986. Á ha stóðu 928 tré, yfirhæð 14,4
m, árlegur vöxtur 18,6 m3/ha og meðalársvöxtur
7,2 m3. Bolirnir eru dálítið hlykkjóttir. Koldimmt
er inni í þallarskóginum eins og í helli, hálf-
draugalegt. Framundan er hálfmýri, þar sem
krökkt var af sjálfsánum þallarplöntum. Það var
Breiðavík: Murrayanafuran.
66
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989