Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 72
fyrir. Þannig er hér um að ræða hliðstæðu við
það, sem nú er verið að gera hjá okkur.
Frá náttúrunnar hencii er hlíðin á Móhúsum
vaxin laufskógi: Björk, selju og ösp, sem eru
aðaltrjátegundirnar í Norður-Noregi auk skógar-
furunnar, sem nú hefir víða verið útrýmt. Með-
fylgjandi mynd sýnir, hve stórvaxin öspin getur
orðið þarna.
Við 68 ára aldur frá gróðursetningu stóðu í
teignum 1.382 tré á ha og yfirhæð er 25,4 m og 720
m3 standa á ha. Samanlagður vöxtur er 1.014 m3/
ha, meðalársvöxtur 15m3/ha, en árlegur vöxtur
18m3/ha. Mestur ársvöxtur varð við 44 ára aldur,
28 m3/ha. Er þetta mesti vöxtur, sem mælst hefir á
rauðgreni í Noregi utan Vesturlandsins, að því er
Kaasen tjáði mér. Athyglisvert að þessi svæði eru
bæði utan náttúrlegra heimkynna rauðgrenisins í
Noregi.
„Þetta greni er svo fallegt, að ég er orðlaus“,
hefi ég sagt sögusmettunni þarna á staðnum.
Myndin, sem fylgir með, gefur allgóða hugmynd
um þetta.
Móhús: Greinarhöfundur stendur við eina blœöspina
ofan við rauðgreniteiginn. Mynd: Nils Olav Kaasen.
HOLAND í HOLANDSFIRÐI
Rétt norðan við heimskautsbauginn gengur
einn af þessum óteljandi þröngu fjörðum inn í
Holand:
Skriðjökull úr Svartísnum
sést bak við nesið á miðri
mynd.
70
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989