Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 74
Holand: Rauðgreniteigarnir ná alveg upp undir
fjallsbrún.
leiðina upp undir brúnir. Ég hafði orð á því við
Alf Angell, að það hefði kostað margan svitadrop-
ann að bera plönturnar upp þessa bröttu hlíð.
Ekki neitaði hann því og bætti við, að auk þess
væri jarðvegurinn grunnur og grýttur. Mikið
kvaðst hann hafa öfundað íslendinga af stein-
Iausa fokjarðveginum í Haukadal.
Við gengum upp í greniteiginn, sem gróður-
settur var 1946-47. Þar blasti við svipuð sjón og í
Móhústeignum í Misvær, enda sama jarðvegs-
gerð. Gróskuflokkurinn þarna er G20, sem
merkir, að grenið hafi við 40 ára aldur náð 20 m
hæð frá svonefndri brjósthæð, sem er 1,3 m frá
jörðu.
Meðan við sátum yfir borðum og nutum hádeg-
isverðar hjá húsfreyju, spurði ég Alf Angell um
búskapinn. Hér á eftir fara aðalatriðin úr því,
sem hann sagði um það.
Bú feðganna er blandað: Kýr og skógur. Núna
eru tekjur af skóginum hærri en af kúnum. Á
fyrstu búskaparárunum hjó hann brenni í lauf-
skóginum. Markaður var góður fyrir brenni á
þessum árum. Kostnaður við þetta skógarhögg
var aðallega hans eigið vöðvaafl og vélsög, drátt-
arvél og spil. Þessar tekjur af hinum náttúrlega
skógi notaði Alf til þess að byggja upp kúabúið,
Dönna: Skógrœktarfélagið
og skógaeftirlitið eiga
þennan glcesilega bát, sem
notaður er til ferða í skerja-
garðinum á Hálogalands-
ströndinni.
72
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989