Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 78
Hans Berg, sem síðar fluttist suður á Mæri. Var
hann um árabil eins konar sendiherra fyrir
íslenska skógræktarmenn í Vestur-Noregi.
Þannig var mér mikið tilhlökkunarefni að
heimsækja Álastarhaug. Ekki dró úr tilhlökkun
minni að hitta Hákon Öyen héraðsskógameistara,
sem hingað kom í hópi norskra skógræktarmanna
1986 og ég fylgdi hringinn í kringum landið. En
Hákon var þá gróðrarstöðvarstjóri á Álastar-
haugi.
Gróðrarstöðin liggur á sléttu undir snar-
bröttum suðurvegg Sjö systra. Er hann vaxinn
norður-norska laufskóginum, sem áður var
nefndur. En við bætist álmur, sem mikið er af.
Álmtré standa í jaðri gróðrarstöðvarinnar og
báru þau nú mikið fræ, sem var þroskað og var að
dreifast út um alla gróðrarstöðina. Gróðrar-
stöðvarstjórinn lét safna fyrir mig dálitlum slatta,
sem sáð var hér heima nokkrum dögum seinna.
Það spíraði vel, svo að nú getum við aftur boðið
álmplöntur innan tíðar eftir allt of langt hlé.
- Plöntuuppeldið er nú að mestu leyti komið inn
í gróðurhús. Er nýbúið að reisa 2000 m2 hús úr
tvöföldu polyakrýli, búið öllum nýtísku stýribún-
aði. Uppeldisreitirnir, sem sjást á mynd Hákonar
Bjarnasonar í Ársritinu 1948, standa nú aðmestu
auðir, nema hvað ræktuð eru þar jarðarber og dá-
lítið af garðplöntum.
í jaðri gróðrarstöðvarinnar við hlíðarfótinn
standa margar erlendar trjátegundir í teigum,
sem mynda samfelldan vegg að stöðinni. Flestir
þessir teigar voru gróðursettir um og uppúr 1930,
einmitt á þeim tíma, þegar skógræktarmenn í
strandbyggðum Noregs vildu reyna nýjar tegund-
ir. Parna eru hvít-, normanns-, síberíu- og stór-
þinur, lindifura og sitkagreni. Ég tíunda ekki
vöxt þeirra allra, sem er mjög góður, en nefni
aðeins sitkagreni frá Kruzof-eyju í Alaska. Það
var mælt 61 árs. Stóðu þá 905 tré á ha, yfirhæð var
21 m, árlegur vöxtur21 m3/ha, en meðalársvöxtur
12,4 m3/ha. Síberíuþinurinn komst næst með 8,9
m3/ha.
Álastarhaugur: Marþallarteigurinn við gróðrarstöðina.
Þetta er enginn smáárangur í skógrækt úti í
skerjagarði norður undir heimskautsbaug. En
þess verður vissulega að geta, að veðursæld er
rómuð á Álastarhaugi, þrátt fyrir nærveru úthafs-
ins.
Loks verð ég að geta um röð af alaskaösp, sem
er 24-25 m há og ákafleg gild. Öspin er ekki nema
25 ára gömul.
Á Álastarhaugi var komið á leiðarenda eftir
þessa löngu og lærdómsríku ferð.
Myndirnar í greininni tók höfundur, nema annars
sé getið.
76
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989