Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 79
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON
Skógardauði í Þýskalandi
Við heyrum stöðugt talað um mikil umhverf-
isvandamál í iðnaðarlöndunum, trúlega án þess
að hugsa um hlutina í heildarsamhengi. Með
þessari grein ætla ég að taka fyrir eitt atriði,
skógardauða í Vestur-Þýskalandi, og reyna að
sýna fram á helstu samhengi.
HVAÐ ERU SKÓGARNIR?
Skógar eru miklu meira en samansafn trjáa,
eða timbur með grænu þaki eins og sumir hafa
litið á þá. Skógarnir eru óaðskiljanlegur hluti
landslagsins, hafa margvísleg áhrif á líf fólksins,
og djúpstæð áhrif á menningu þjóðanna.
Skógar þekja tæp 30% af Vestur-Þýskalandi
(Tafla 1) eða um 72.000 km2, sem er um þrisvar
sinnum stærra svæði en allt gróðurlendi íslands.
Hlutverk skóganna í náttúru landsins er
margþætt:
Tafla 1.
Landnýting í Vestur-Þýskalandi
% afflatarmáli
landsins
Til landbúnaðar 53,5
Skógar 29,0
Borgir, iðnaður, samgöngur 1,9
Votlendi 0,6
Ekkinýttlandbúnaðarland 1,3
Ónýtanlegt 2,6
- Þeir mynda og halda uppi eigin lífríki sem í
raun kemst næst óskaddaðri náttúru. Þannig
mynda skógarnir mjög mikilvæg vistkerfi.
- Skógarnir hafa mikil áhrif á náttúruöfl. Þeir
halda mjög miklu regnvatni, bæði krónur
trjánna og skógarjarðvegurinn, og þannig
draga þeir úr flóðahættu, og varna aurskriðum
og jarðvegseyðingu. Þessu hlutverki hafa
skógar á Islandi einnig gegnt áður fyrr. í fjalla-
héruðum eru skógar einnig mikilvægir til
varnar snjóflóðum. Þannig er meirihluti skóga
Alpanna svokallaðir varnarskógar (Schutz-
wald).
- Áhrif skóga á loftslag eru jafnandi. Þeir draga
úr hitasveiflum og halda tæru fersku lofti.
Þannig gegna skógar innan borga og við iðnað-
arsvæði miklu hlutverki í að draga úr hita á
sumrin og til að hreinsa loftið. Hitamismunur á
fjölförnum götum stórborgar og nærliggjandi
skógarsvæðis getur verið allt að 10°C. Þetta
skiptir máli þegar hitabylgja með 30-35°C hita
gengur yfir borgirnar, en skógarnir halda 20-
25°C hita.
- Hreinsunarmáttur skóganna er mikill. Þannig
er drykkjarvatn, sem síast hefur í gegnum
skógana mjög gott og eins og áður var minnst á
hreinsa þeir andrúmsloftið. Hér erum við
komin að meininu, skógarnir sía óþverrann úr
lofti og regni og þar að kemur að þeir þola
þetta ekki lengur, og við getum ekki skipt um
skógana og skógarjarðveginn eins og loftsíu í
bíl sem hætt er að virka.
Hlutverk og staða skóganna í þýskri menningu
er ekki síður mikilvægt.
- Útivist til endurnæringar sálar og líkama er oft
á skógarsvæðum.
- Allir, frá blautu barnsbeini í Kindergarten
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
77