Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 82
vega á móti sýrumenguninni komið til greina, en
fyrir skóga Þýskalands í heild sinni getur slíkt
aldrei orðið raunhæfur möguleiki til frambúðar.
Til þess er framkvæmdin allt of dýr. Auk þess eru
sérfræðingar alls ekki sammála um hvort
kölkunin geti borið tilætlaðan árangur, jafnvel að
hún geti ýtt undir sýrumyndun við viss skilyrði.
LOK
Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að
skóglendi Þýskalands stendur höllum fæti og að
þetta er eitt mesta umhverfisvandamál landsins.
En við stöndum ennfremur frammi fyrir þeirri
staðreynd að ein ríkasta þjóð þessa heims er ekki
tilbúin að taka á sig smáóþægindi, t.d. hraðatak-
mörkun á hraðbrautum og nokkru hærra orku-
verð, en með því væri hægt að fjármagna raun-
verulegar úrbætur. Vandamálið er líka í raun víð-
tækara en virðist við fyrstu sýn, því að um helm-
ingur loftmengunar í Þýskalandi kemur frá ná-
grannalöndunum. Þannig þyrfti sameiginlegar
aðgerðir allra Evrópulanda en það hefur reynst
mjög erfitt að koma slíku á. Þetta sinnuleysi
gagnvart náttúru landsins kemur okkur íslend-
ingum raunar kunnuglega fyrir sjónir, ef við
lítum til eigin lands.
Veltum því fyrir okkur, líka með tilliti til eigin
aðstæðna, hvað skógarnir séu, með tilvitnun í
Bertolt Brecht: „Veistu hvað skógur er? Er
skógurinn bara tíu þúsund timburbunkar? Eða er
hann grænn gleðigjafi mannsins?"
Nafnnr. 2653-7029. Þorkelshóll v-Hún.
Sími: 95-1433. 531 Hvammstangi.
Þjónusta við bændur - landeigendur - verktaka.
- Boða rafgirðingar
- Uppsetning og viðhald girðinga
- Umboðssala og pöntunarþjónusta
- Ristahlið fyrir heimreiðar
- Allt girðingarefni
- Búvélar og smáhlutir frá Boða h/f
- og m.fl.
ÞJÖNUSTA l FYRIRRÚMI
80
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989