Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 87
KJELL DANIELSEN
í ágúst 1982 kom stjórn Skógræktarfélags Inn-
Lrændalaga fljúgandi inn yfir ísland í skiptiferð
skógræktarfólks. Við fyrstu sýn virtist þar lítið
um gróður og landiö þakið einhverju sem líktist
litlum hólmum. Þegar við höfðunt lent sáum við,
að hólmarnir voru það, sem vindurinn hafði ekki
blásið burt af efsta jarðvegslaginu. Af þessum
fyrstu áhrifum drógum við þá ályktun, að skóg-
ræktarstarfið á Islandi miðaðist ekki bara við
framleiðslu á viði, en einnig til þess að vernda
jarðveginn. Þetta síðarnefnda hlutverk myndi
breyta gagngert þeirri mynd, sem blasir við í
landslaginu.
Meðan á dvöl okkar stóð gróðursettum við
birki í Heiðmörk og barrtré á Laugarvatni og í
Skorradal. Við ókum hringinn í kringum ísland
undir leiðsögn Guðrúnar og Sigurðar. A leiðinni
nutum við auðvitað íslenskrar náttúru, en kynnt-
umst einnig gestrisni og viðfelldnu fólki, sem
trúir því, að skógartré geti vaxið í íslenskri mold.
Við tókum líka eftir því, að alaskalúpína var
notuð í forrækt og virtist duga vel í baráttunni
gegn uppblæstrinum.
Þegar við vorum komin heim, hugsuðum við
oft um allt, sem við höfðum séð og heyrt í íslands-
ferðinni. Jafnframt vorum við forvitin að frétta af
plöntunum, sem við gróðursettum 1982.
í skiptiferðinni 1986 tókum við á móti íslensku
skógræktarfólki. Aftur fundum við samkennd
með Islendingum og gleði þeirra yfir að geta
ræktað nýjan skóg. Áhuginn á skóginum og
dugnaðurinn hjá gestum okkar, þar sem þeir
gengu að verki, efldu með okkur þá hugmynd að
heimsækja ísland á ný.
Prœndurnir gróðursetja á Laugarvatni.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
85