Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 88
Þrœndurnir ásamt íslenskum vinum í Stóruvík á Hafursá í Skógum.
Um mánaðamótin júlí-ágúst 1988 komu sex úr
hópnum frá 1982 til íslands til þess að sjá, hvaða
árangur hefði orðið af gróðursetningarstarfi
okkar 1982 og hitta vini okkar frá 1986 og 1982.
Svipuð sjón blasti við augum, er við lækkuðum
flugið og nálguðumst Keflavík. Við kusum að
heimsækja þá þrjá staði, þar sem við höfðum
gróðursett.
Birkiplönturnar okkar í Heiðmörk reyndust
lifandi, en ekki komnar almennilega af stað.
Lerki- og stafafuruplönturnar á Laugarvatni
komu okkur ákaflega gleðilega á óvart. Vöxtur
þeirra vakti hinar bestu vonir.
Afturkoman til Haukadals var ákaflega
ánægjuleg og giaddi mjög skógarmannahjartað í
okkur. Heimsóknin til Akureyrar stækkaði í
hugum okkar myndina af skógrækt framtíðarinn-
ar.
Plönturnar frá 1982 í Skorradal gáfu frekari
sönnun fyrir þessari gleðilegu þróun.
Myndin, sem við höfðum fyrir augum af skóg-
rækt á íslandi árið 1988, leiddi í Ijós að mikil
framför hafði orðið síðan 1982 og að Skorradals-
hlíðar eru mjög fagurt skógarsvæði. Við sáum
fyrir okkur geysilega breytingu á landslagsmynd-
inni.
Síðasta daginn á íslandi vorum við í Hafnar-
firði hjá Hólmfríði vinkonu okkar, sem við
höfðum kynnst 1986. Hér kynntumst við frum-
herjaanda, sem er nauðsynlegur, þegar leysa á
þrautir, sem sýnast óleysanlegar. Meðan við
lifum gleymum við ekki heimsókninni tii Jóns í
Smalaskála. Björnstjerne Björnson skrifaði
stutta sögu, sem heitir: „Hugsið ykkur ef við
klæddum fjallið“. Mér varð hugsað til hennar
þegar ég sá árangurinn af skógræktinni hans
Jóns. Sá málstaður er vel settur, sem á slíka frum-
herja. Þeir bara byrja og gera hið ómögulega
mögulegt.
Við sexmenningarnir kvöddum ísland trúaðir
á það, að skógræktin ætti bjarta framtíð í þessu
landi. Okkur virtist einnig, að á stjórnmálasvið-
inu væri meðbyr. Reynsla mín er raunar sú, að
auðveldara sé að fá falleg orð en auknar fjárveit-
ingar.
I lokin kemst ég ekki hjá að minnast á alaska-
lúpínuna. Hún hlýtur að teljast sannkölluð guðs-
gjöf landgræðslunni á íslandi. Útbreiðslukraftur
og vaxtarvilji lúpínunnar hlýtur að veramjöggóð
trygging fyrir varðveislu jarðvegs, þangað til trjá-
ræturnar takast hana á hendur.
Myndir og þýðing: Sig. Blöndal.
86
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989