Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Side 89
PALL GUTTORMSSON
Skógræktarfélag Austurlands 50 ára
STOFNUN FÉLAGSINS
Snemma á árinu 1938 fékk Guttormur Pálsson
skógarvörður á Hallormsstað afrit af lögum
Skógræktarfélags Eyjafjarðar til þess að hafa til
hliðsjónar, er áformað var að stofna Skógræktar-
félag Austurlands, er næði yfir allan fjórðunginn
frá Vopnafirði að Lónsheiði. Guttormur Pálsson
og Gísli Helgason bóndi í Skógargerði í Fellum
hrundu stofnun félagsins af stað. Var félagatalan
orðin 2-300 manns eftir 5 ár.
SKAL (hér eftir notuð þessi skammstöfun á fé-
laginu) var frá byrjun byggt upp á deildum í
hverjum hreppi. Þó voru aldrei stofnaðar form-
legar deildir á Fljótsdalshéraði, heldur var til-
nefndur trúnaðarmaður þar í hverjum hreppi,
sem mætti á aðalfundi.
Upp úr 1940 stofnuðu Seyðfirðingar eigið félag
og var Margrét Friðriksdóttir driffjöðrin í starfi
þess og formaður í 25 ár.
Norðfirðingar stofnuðu eigið félag 1950. Ey-
þór Þóröarson starfaði frá byrjun í Norðfjarðar-
deildinni, var síðan lengi formaður þess félags og
annaðist um fjölda ára innkaup og dreifingu á
plöntum á félagssvæðinu.
LIÐSMENN í FARARBRODDI
Ég nefni nú nokkra af þeim áhugamönnum,
sem hafa lagt skógræktinni lið á félagssvæðinu á
undanförnum 50 árum. Eru að sjálfsögðu meðal
þeirra nokkrir, sem hafa verið í stjórn félagsins.
A Fjörðunum:
Séra Trausti Pétursson á Djúpavogi, Arnleifur
Þórðarson bóndi, Kirkjubólsseli, Stöðvarfirði,
Nanna Guðmundsdóttir, kennari, Berufirði, Páll
Guðmundsson bóndi, Gilsárstekk, Breiðdal,
Pétur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Breiðdals-
vík, Sigfús Jóelsson skólastjóri, Reyðarfirði,
Skúli Þorsteinsson skólastjóri, Eskifirði og
Oddný Metúsalemsdóttir húsfreyja, Ytri-Hlíð,
Vopnafirði.
Á Héraði:
Þórarinn Þórarinsson skólastjóri, Eiðum,
Guttormur V. Þormar bóndi, Geitagerði,
Fljótsdal, Metúsalem Kjerúlf bóndi, Hrafnkels-
stöðum, Fljótsdal, Hallgrímur Ólafsson bóndi,
Holti, Fellum, Jón Ólafsson bóndi, Hafrafelli,
Fellum, Hannes Sigurðsson bóndi, Hrafnsgerði,
Fellum, Sveinn Jónsson bóndi, Egilsstöðum og
loks Þorsteinn Sigurðsson læknir, sem um árabil
var læknir á Djúpavogi og sá þá um plöntuval í
skógarreitinn á Búlandsnesi. Hann var orðinn
reglulegur ræktunarmaður, er hann flutti sig á
heimaslóðir á Egilsstöðum. Hefir hann komið sér
upp unaðslegum skógarreit í Utnyrðingsstaða-
landi á Völlum ásamt konu sinni Friðbjörgu Jóns-
dóttur.
EYJÓLFSSTAÐASKÓGUR Á VÖLLUM
Hið fyrsta, sem SKAL kom í framkvæmd, var
að leigja 20 ha spildu í Eyjólfsstaðaskógi á
Völlum. Það var 1940. En árið 1943 keypti
félagið allan skóginn, er tilheyrði jörðinni
Eyjólfsstöðum. Er þetta allvænn birkiskógur í
hlíðinni upp af Austur-Völlum. Með í kaupunum
fylgdi eyðibýlið Einarsstaðir, sem er undir hlíð-
inni við skóginn. Stærð skógarins er um 150 ha.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
87