Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 90
Guttormur Pálsson skógarvörður á Hallormsstað, aðal-
hvatamaður að stofnun og fyrsti formaður SKAL.
Myndina tók Sig. Blöndal afhonum við stœrsta lerkitréð
í Mörkinni á Hallormsstað haustið 1953.
Þetta er einmitt á þeim áratug, er veðrátta fór
hlýnandi hér á landi, eftir að hlýindin byrjuðu
1923. Það var strax ákveðið að gróðursetja er-
lendar trjátegundir í skóginn.
Það er rétt að geta þess, að á þessunt árum, er
félagið fór af stað, útvegaði Guttormur skógar-
vörður fræ frá fræsölu Johannes Rafns í Kaup-
mannahöfn. Þetta var árið 1933. Það var lerkifræ
frá Arkangelsk í Rússlandi, er gróðursett var í
Hallormsstaðaskóg árin 1937-39, ogeruennfremur
allvíða á landinu til lerkitré af þeim stofni.
Og fræ af amerísku trjátegundinni döglings-
viði, er var gróðursett í skóginn á Hallormsstað
1940.
Og svo á árunum 1934-35 að tilhlutan Stefáns
Einarssonar prófessors í Baltimore stafafurufræ
frá Smithers í Bresku Kólumbíu. Plöntur upp af
því fræi voru einnjg gróðursettar 1940 fyrir ofan
Atlavíkurstekk í Hallormsstaðaskógi. Er það nú
elsta stafafura á landinu.
Vert er einnig að minnast þess, að skógarfuran,
sem sáð var til 1913, hljóp á stað með jafna og
væna ársprota, er meðalhiti sumars hækkaði (er
verulega munaði um) á þriðja og fjórða áratugn-
um. En svo kom bakslag í vöxt hennar upp úr
1940, er furulúsin lét á sér kræla. T.d. er sænsk
skógarfura, sem gróðursett var 1939 umhverfis
furubotninn í Mörkinni á Hallormsstað og byrj-
Sitkabastarður í Eyjólfs-
staðaskógi, gróöursettur
1957, 8 m hár. Mynd: Páll
Guttormsson 1989.
88
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989