Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 91
Sjálfboðaliðar við gróðursetningu í Eyjólfsstaðaskógi 11. sept. 1966. Þeir gróðursettu 3.400 hvítgreni þennan dag.
Talið frá vinstri: Ivar Þorsteinsson, Finnur Þorsteinsson, Bragi Jónsson, Þorsteinn Sigurðsson, Trond Löken, Arne
Lindemoen, Ragnheiður Þormar, Sveinn Einarsson, Halldór Sigurðsson, Skeggi Þormar, Hlynur Halldórsson,
Guttormur Þormar, Páll Guttormsson. Mynd: Sig. Blöndal.
aði að blikna snemma vetrar 1943-44. Gulnuðu
allar plönturnar er vora tók 1944.
Lokið var við girðingu um Eyjólfsstaðaskóg
árið 1948. Var hún lögð á landamerkjum
Eyjólfsstaða og Ulfsstaða að framan, en Beinár-
gerðis og Eyjólfsstaða að utan. Girt var rétt ofan
við skóginn í hlíðinni út og fram í 270-280 m
h.y.s. Snjóaveturinn 1951 sligaðist girðingin af
snjónum að ofan, þverkubbuðust meira að segja
flestir járnstaurarnir.
Árið 1957 og 1958 var sett upp vönduð girðing
um ytri hluta skógarins. Var efri kantur hennar
lagður allmiklu neðar en upphaflega, eða í sem
næst 170 m y.s. Landið, sem þá var girt, hefir
verið aðalsvæðið fyrir gróðursetningu barrtrjáa í
skóginum.
Snjóalögin miklu veturinn 1974-75 felldu nýju
girðinguna að mestu leyti og hefir hún ekki verið
sett upp aftur. Þrátt fyrir það hafa barrtrén, sem
plantað hefir verið í skóginn, vaxið eðlilega, þótt
slæðingur af kindum sé á hverj u sumri í skóginum
síðan girðingin lét sig. Undantekning frá þessu er
þó lerkið, sem gróðursett var 1970 (sjá töflu yfir
gróðursetningu). Mikið af því virðist hafa eyði-
lagst af beitinni.
í vorfrostinu 27. maí 1974 urðu talsverðar nála-
skemmdir á sumum tegundum barrtrjánna og
voru þær nokkur ár að ná sér. En í dag sér enginn
að neitt hafi komið fyrir þær.
Myndirnar, sem fylgja þessari grein, tala sínu
máli um vöxt nokkurra trjátegunda, sem gróður-
settar hafa verið í Eyjólfsstaðaskógi.
Taflan á bls. 90 sýnir hvaða trjátegundir hafa
verið gróðursettar í skóginn.
Snorri Sigurðsson skógfræðingur kortlagði
gróðursetningarsvæðin sumarið 1981 og vísast til
myndar af þeirri teikningu. Skv. því er flatarmál
gróðursetninga í skóginum 28 ha.
Greiðfær vegur að sumarlagi liggur dálítið upp
í fjallshlíðina í skóginum.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
89