Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 96
Porsteinn Sigurðsson for-
maður SKAL flytur ávarp
áður en plöntun hefst á
Víðivöllum ytri eftir Fljóts-
dalsáœtlun 25. júni 1970.
Mynd: Halldór Sigurðsson.
mannaoggerðu uppdrætti afþeim. Þorsteinn tók
litmyndir í öllum reitunum frá ákveðnum punkt-
um, sem þau merktu vandlega. Hefir Þorsteinn
hug á að heimsækja alla þessa staði á sumri
komanda og taka myndir frá sömu punktunum og
1968.
FLJ ÓTSD ALSÁÆTLUN
SKAL átti mikinn hlut að hugmyndinni um
Fljótsdalsáætlun. Á aðalfundi félagsins 1964 bar
Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað fram til-
lögu um að afla stuðnings Alþingis við lerkirækt á
Héraði, sem hefði framleiðslu girðingarstaura að
markmiði. Var þessu máli vísað til stjórnarinnar,
sem var falið að vinna að því við þingmenn kjör-
dæmisins. í rauninni var þessi tillaga Hrafns fyrsti
vísirinn að því, sem síðar varð Fljótsdalsáætlun.
Hugmyndina um hana fullmótaða kynnti Einar
G.E. Sæmundsen, skógarvörður í Reykjavík, í
fyrsta sinn á útisamkomu SKAL í Atlavík
sumarið 1965 og lagði félagið fram tillögu um
„skógrækt sem þátt í búskap bænda í Fljótsdals-
hreppi“ á aðalfundi Skógræktarfélags Islands á
Blönduósi þetta sama sumar. Næstu árin var
unnið að því að afla þessari hugmynd fylgis
stjórnvaida. Á fjárlögum fyrir 1969 var í fyrsta
skipti veitt fé „til framkvæmda í FljótsdaL. Átti
Jónas Pétursson alþrn. og fjárveitinganefndar-
maður stærstan hlut að því að fá þessa fjárveit-
ingu samþykkta - og er þar með á enga aðra
hallað, sem sýndu málinu velvilja og studdu það.
Þegar plöntun hófst svo eftir Fljótsdalsáætlun á
Víðivöllum ytri í Fljótsdal 25. júní 1970 flutti
Þorsteinn Sigurðsson, formaður félagsins, ávarp
áður en Víðivallabændur gróðursettu fyrstu
plönturnar.
Þetta var upphaf þeirrar bylgju, sem nú er risin
í nokkrum héröðum landsins um skógrækt á
vegum bænda.
FRAMTÍÐARVERKEFNl
Þau eru auðvitað mörg. En aðalverkefnin
verða enn í Eyjólfsstaðaskógi.
Að rannsókn fari fram á því, hve mikið er hægt
að auka við gróðursetningu í skóginum.
Að hirða um það, sem þegar vex þar.
Að reyna fleiri trjátegundir þar, t.d. alaska-
ösp.
Nóg verkefni er áfram fyrir fólkið að bæta og
fegra landið og auka gróðurlendi þess.
Einnig að stuðla að því að koma upp fjölskrúð-
ugum trjágróðri við heimilin á félagssvæðinu.
94
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989