Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 98

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 98
SIGURÐUR BLONDAL Ritnefnd Ársritsins hefir ákveðið að tilnefna „tré ársins“ í ritinu. Nú kunna menn að spyrja: Hvaða mælikvarða á að nota við slíkt val? Það ntá auðvitað hugsa sér a.m.k. tvær aðferðir til þess: Annars vegar að útbúa einhvers konar skala, þar sem settir eru fram einhvers konar staðlar um einstaka hluta trésins og stærð- fræði síðan beitt til þess að fá úrslit í keppninni. Hins vegar að nota sjónmat og smekk dómnefnd- armanna. Síðari aðferðin verður notuð til að byrja með. Undirrituðum var sýnt það traust af ritnefndinni að fá einn að velja fyrsta „tré ársins“, en næst ætlar nefndin öll að dæma um tréð. Hugmyndin er sótt til tímaritsins „American Forests", sem gefið er út af The American Fore- stry Association í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að stuðla að því, að óvenjulega fögrum trjám verði meiri gaumur gefinn en verið hefur, þau verði skrásett og jafnvel friðlýst. Mælikvarði minn er einfaldur: Tréð á að vera stórt, ekki lægra en 8 m, bolur gildur, króna mikil og vel limuð, á „besta aldri“ og heilbrigt í hví- vetna. „Sá á kvölina, sem á völina“, segir máltækið. Og svo fer mér nú. Ég þekki mörg fögur tré á Is- landi, en samt komu mér strax í hug tvö tré, er mér hlotnaðist þessi heiður. Annað er íslenskt, en hitt af erlendum uppruna. Ég valdi íslenska tréð, þótti það við hæfi í fyrsta skipti sem „tré ársins“ er útnefnt. Petta er birkitré, sem stendur í Vaglaskógi utanverðum skammt frá einum aðalskógarvegin- um. Mér er sagt, að fáir aðkomumenn hafi séð það. Tréð er í stærra lagi, um 10 m á hæð. Bolurinn er óskiptur upp undir 3 m frá jörð, gildari en títt er um núlifandi birkitré. Næfrarnar eru skjanna- hvítar og sléttar, sem ber vott unt, að það sé enn í góðum vexti. Krónan er mikil og skiptist í 5 megingreinar, sem til samans mynda stærri krónu en nú sést almennt í íslenskum birkiskógum. Hvergi sjást feysknar greinar, sem er vottur heil- brigði. Það hefir í útliti allt, sem fagurt tré má prýða. Myndin, sem hér fylgir, er tekin 10. júlí 1987. Mörgum kann að þykja einkennilegt, að ekki skuli reynt að ná mynd af trénu öllu, sem sýndur er slíkur virðingarvottur. Pví er til að svara, að svo þröngt er um tréð, að ekki náðist mynd af því hærra upp en raun er á með linsu af þeirri brenni- vídd, sem ég hafði tiltæka. Ég verð að treysta því, að lesendur taki mig trúanlegan um það, að efri hluti krónunnar gefi ekki eftir því, sem myndin sýnir. Að lokinni þessari greinargerð um fyrsta „tré ársins“ hér í ritinu, hefi ég umboð ritnefndar- innar til að bjóða áhugasömum lesendum að koma með tillögur um „tré ársins“ í Ársritinu 1990. Tillögunni þarf að fylgja eftirfarandi: Litmynd af trénu (frekar litskyggna en pappírs- kópía). Stutt lýsing á þeim verðleikum, sem réttlæta valið. Frásögn af þvf, hvar tréð stendur. Ætlast er til, að tréð sé ekki undir 8 m á hæð og það sé heilbrigt og fagurskapað. Tillögur sendist skrifstofu Skógræktarfélags íslands, Ránargötu 18, 101 Reykjavík, fyrir árs- lok 1989. 96 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.