Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 103
FRÆGARÐARNIR Á TARALDSEYJU
OG GUNNARSHÓLMA
Áður var þess getið að fyrstu móðurtrjánum
var plantað í frægarðinn á Taraldseyju vorið
1977. Gróðursetningin átti sér langan aðdrag-
anda og undirbúning.
I júlímánuði 1973 vargengið frá leigusamningi
milli Norska skógræktarfélagsins og landeiganda,
og er getið um helstu atriði hans hér að framan. í
aprílmánuði 1976 gera Skógræktarfélag íslands
og Skógrækt ríkisins með sér samning um stjórn
og rekstur frægarðsins, þar sem hinum síðar-
nefnda aðila er falið að sjá um útvegun græðlinga,
val þeirra og sendingar og hvað eina, sem til þess
þarf að koma frægarðinum á fót. Kostnað allan,
sem af þessu leiðir ber Skógrækt ríkisins. Fyrir
hlutdeild sína fær Skógrækt ríkisins heiming
allrar fræuppskeru endurgjaldslaust. Samtímis
fylgir sú kvöð, að hún sjái um söfnun, klengingu,
hreinsun, spírunarkönnun ogpökkun fræs. Skóg-
ræktarfélag íslands fær helming fræsins hreins-
aðan og pakkaðan.
Fræ það, sem kemur í hlut Skógræktarfélags
íslands, skal selt á gangverði, eins og það er í
Noregi á hverjum tíma. Skógræktarfélög og
Skógrækt ríkisins skulu hafa óskoraðan forkaups-
rétt að þessu fræi, ef það er talin nauðsyn vegna
gróðrarstöðva þeirra. Annars má selja fræið á
frjálsum markaði, hvort heldur er á íslandi, Noregi
eða annars staðar.
STAÐHÆTTIR Á TARALDSEYJU
Taraldseyja er aðeins 400 m frá suðurströnd
Skáneviksfjarðar. Á þessum slóðum ríkir mun
hagstæðari veðrátta en á Islandi. Urkoma er
mikil, um 2000 mm á ári og skiptist nokkuð jafnt
yfir árið, - minnst í maí og júní. Vetur eru mildir
og fer meðalhiti kaldasta mánaðar yfir 2°C, en í
heitasta mánuði ársins er meðalhiti 13-14°C.
Vaxtartími er langur, um eða yfir 200 dagar, sem
er svipað og í Vestur-Skotlandi og í strandhér-
uðum British Columbia. Gróðurfari hér svipar
því mjög til þess, sem það er í V.-Skotlandi.
Náttúrlegur skógur er aðallega eik, en skógar-
fura og birki vaxa þar sem jarðvegsskilyrði eru í
lakara lagi. Blæösp, álmur og askur vaxa víða á
eyjunni, ásamt hesliviði og kristþyrni, en krist-
þyrnir er ein þeirra trjátegunda í gróðurhverfinu,
sem einkenna hin hafrænu gróðurbelti í Evrópu,
þar sem vetur eru mildir og sumarhiti ekki sérlega
hár.
UNDIRBÚNINGUR AÐ FRÆGARÐINUM
1. Val á klónum.
í bréfasafni Rannsóknastöðvar Skógræktar
ríkisins eru nokkur bréf, sem varða val á klónum
í frægarðinn og skipulag hans.
f bréfi frá 1974, til Norska skógræktarfélagsins,
lætur próf. T. Ruden, forstöðumaður erfðafræði-
deildar Norsk Institutt for Skogforskning
(NISK), í Ijós hugmyndir sínar og álit á stofnun
frægarðs á Taraldseyju. Hann telur t.d. að 4 ha
frægarður muni varla leysa vandamál íslands
varðandi fræ. Hinsvegar gæti frægarðurinn orðið
mikilsvert framlag til íslenskrar skógræktar er
varðar val á kvæmum og einstökum trjám. Hann
leggur einnig áherslu á að fyrstu fræuppskeruna
skuli nota í samanburðarrannsóknir á kvæmum
og í afkvæmaprófanir.
Árið eftir sendir Ruden tillögur varðandi
skráningu, söfnun og sendingu ágræðslukvista til
Noregs. Þar telur hann veigamikið atriði að leita
uppi úrvalstré, sem ekki bera merki eftir hina
óblíðu veðráttu á íslandi. Þá telur hann varasamt
að taka kvisti af yngri trjám og trjám úr reitum,
þar sem ekki er vitað um uppruna þeirra.
Varðandi söfnun ágræðslukvista af sitkagreni
skuli hafa eftirfarandi atriði í huga:
1. að velja skuli einstaklinga, sem hafa litla til-
hneigingu til að mynda síðsumarsprota, jafn-
vel þótt þeir sýni minni vöxt en þau tré, sem
bæta við sig hæðarvexti fram eftir hausti.
2. að velja skuli einstaklinga með sem næst
láréttar, fíngerðar greinar og fremur litla
krónu. Því ber að forðast tré með uppréttar
grófar greinar og hlykkjóttan stofn.
3. að velja skal heilbrigða einstaklinga, ekki tré
sem skordýr hafa ásótt eða eru sýkt.
Ruden telur einnig æskilegt að velja ekki fleiri
en 10 tré úr einum og sama reit og að móðurtrén
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
101