Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 103

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 103
FRÆGARÐARNIR Á TARALDSEYJU OG GUNNARSHÓLMA Áður var þess getið að fyrstu móðurtrjánum var plantað í frægarðinn á Taraldseyju vorið 1977. Gróðursetningin átti sér langan aðdrag- anda og undirbúning. I júlímánuði 1973 vargengið frá leigusamningi milli Norska skógræktarfélagsins og landeiganda, og er getið um helstu atriði hans hér að framan. í aprílmánuði 1976 gera Skógræktarfélag íslands og Skógrækt ríkisins með sér samning um stjórn og rekstur frægarðsins, þar sem hinum síðar- nefnda aðila er falið að sjá um útvegun græðlinga, val þeirra og sendingar og hvað eina, sem til þess þarf að koma frægarðinum á fót. Kostnað allan, sem af þessu leiðir ber Skógrækt ríkisins. Fyrir hlutdeild sína fær Skógrækt ríkisins heiming allrar fræuppskeru endurgjaldslaust. Samtímis fylgir sú kvöð, að hún sjái um söfnun, klengingu, hreinsun, spírunarkönnun ogpökkun fræs. Skóg- ræktarfélag íslands fær helming fræsins hreins- aðan og pakkaðan. Fræ það, sem kemur í hlut Skógræktarfélags íslands, skal selt á gangverði, eins og það er í Noregi á hverjum tíma. Skógræktarfélög og Skógrækt ríkisins skulu hafa óskoraðan forkaups- rétt að þessu fræi, ef það er talin nauðsyn vegna gróðrarstöðva þeirra. Annars má selja fræið á frjálsum markaði, hvort heldur er á íslandi, Noregi eða annars staðar. STAÐHÆTTIR Á TARALDSEYJU Taraldseyja er aðeins 400 m frá suðurströnd Skáneviksfjarðar. Á þessum slóðum ríkir mun hagstæðari veðrátta en á Islandi. Urkoma er mikil, um 2000 mm á ári og skiptist nokkuð jafnt yfir árið, - minnst í maí og júní. Vetur eru mildir og fer meðalhiti kaldasta mánaðar yfir 2°C, en í heitasta mánuði ársins er meðalhiti 13-14°C. Vaxtartími er langur, um eða yfir 200 dagar, sem er svipað og í Vestur-Skotlandi og í strandhér- uðum British Columbia. Gróðurfari hér svipar því mjög til þess, sem það er í V.-Skotlandi. Náttúrlegur skógur er aðallega eik, en skógar- fura og birki vaxa þar sem jarðvegsskilyrði eru í lakara lagi. Blæösp, álmur og askur vaxa víða á eyjunni, ásamt hesliviði og kristþyrni, en krist- þyrnir er ein þeirra trjátegunda í gróðurhverfinu, sem einkenna hin hafrænu gróðurbelti í Evrópu, þar sem vetur eru mildir og sumarhiti ekki sérlega hár. UNDIRBÚNINGUR AÐ FRÆGARÐINUM 1. Val á klónum. í bréfasafni Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins eru nokkur bréf, sem varða val á klónum í frægarðinn og skipulag hans. f bréfi frá 1974, til Norska skógræktarfélagsins, lætur próf. T. Ruden, forstöðumaður erfðafræði- deildar Norsk Institutt for Skogforskning (NISK), í Ijós hugmyndir sínar og álit á stofnun frægarðs á Taraldseyju. Hann telur t.d. að 4 ha frægarður muni varla leysa vandamál íslands varðandi fræ. Hinsvegar gæti frægarðurinn orðið mikilsvert framlag til íslenskrar skógræktar er varðar val á kvæmum og einstökum trjám. Hann leggur einnig áherslu á að fyrstu fræuppskeruna skuli nota í samanburðarrannsóknir á kvæmum og í afkvæmaprófanir. Árið eftir sendir Ruden tillögur varðandi skráningu, söfnun og sendingu ágræðslukvista til Noregs. Þar telur hann veigamikið atriði að leita uppi úrvalstré, sem ekki bera merki eftir hina óblíðu veðráttu á íslandi. Þá telur hann varasamt að taka kvisti af yngri trjám og trjám úr reitum, þar sem ekki er vitað um uppruna þeirra. Varðandi söfnun ágræðslukvista af sitkagreni skuli hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. að velja skuli einstaklinga, sem hafa litla til- hneigingu til að mynda síðsumarsprota, jafn- vel þótt þeir sýni minni vöxt en þau tré, sem bæta við sig hæðarvexti fram eftir hausti. 2. að velja skuli einstaklinga með sem næst láréttar, fíngerðar greinar og fremur litla krónu. Því ber að forðast tré með uppréttar grófar greinar og hlykkjóttan stofn. 3. að velja skal heilbrigða einstaklinga, ekki tré sem skordýr hafa ásótt eða eru sýkt. Ruden telur einnig æskilegt að velja ekki fleiri en 10 tré úr einum og sama reit og að móðurtrén ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.