Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 107
Stafafuran. Mynd: Þórarinn
Benedikz, sept. 1988.
Hreinsað fræ í kg
Ár Sitkagreni Stafafura Athugasemdir
1983 6,90 -
1984 - -
1985 0,50 0,73
1986 3,00 5,00
1987 2,00 3,00
1988 - 3,86
Klengt og hreinsað hjá NISK (Bergen)
Furukönglum safnað 1986
Furukönglum safnað 1986
Sitkakönglum ekki safnað
þaðan kemur. T.d. toppkól illa sitkagreni í dreif-
beðum á Tumastöðum haustið 1986, en það var
alið upp af fræi frá Taraldseyju. Um 90% grenis-
ins missti þá ársprotana.
Slík uppákoma vekur að sjálfsögðu upp ýmsar
spurningar, t.a.m. hvort staðsetning frægarðsins
sé ákjósanleg og val klóna heppilegt. Petta gefur
m.a. til kynna að óvarlegt er að treysta á gæði
fræs, sem ekki hefur verið prófað til hlítar. Próf-
essor Ruden benti einmitt á þetta atriði og lagði
ríka áherslu á að fyrsta fræið, sem kæmi úr fræ-
ekrunum yrði notað til afkvæmisprófunar og
samanburðarrannsókna á kvæmum. En frumskil-
yrði slíkrar prófunar og rannsókna er að fræ af
hverjum klóni sé haldið sér. Söfnun fræs í þessa
veru er því æði tímafrek og kostnaðarsöm og
verður ekki gerð nema af fólki sem starfar í
nálægð við frægarðinn á Taraldseyju eða þá er
gagngert sent þangað héðan til fræsöfnunar. Pví
er mjög brýnt að hefja slíkar afkvæmisprófanir
og samanburðarrannsóknir sem allra fyrst.
Hvað varðar fyrra atriðið um staðsetningu fræ-
garðanna á Taraldseyju og Gunnarshólma, þá er
of snemmt að dæma um hana, þar sem engar nið-
urstöður rannsókna Iiggja fyrir. Helst má ætla, að
loftslag í Etne sé of milt fyrir þau kvæmi sitka-
grenis og stafafuru, sem hér eru í ræktun, þ.e. að
þau hafi of stuttan vaxtartíma, - með öðrum
orðurn að afkvæmi Taraldseyjarfrægarðsins beri
með sér aðlögun um lengri vaxtartíma, hvort
heldur sem hún er arfgeng eða svörun kvæmanna
við mildara loftslagi.
Reynslan á Tumastöðum bendir til þessa, því
sitkagreniplöntur sama kvæmis af íslensku fræi
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
105