Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Blaðsíða 112
íslensk blceösp (nú rúmlega 7 m há) og birki (œttað frá
Vöglum í Fnjóskadal) í Haukagilsreitnum. Mynd: Sig.
Blöndal, 04-09-79.
ekki komist. Og skógræktin mun seint breiðast út
svo að nokkru nemi með aðfluttum plöntum.
Þótt svo sé, að birkiplönturnar séu seinþroska
fyrstu árin, og það svo, að kyrrstaða sýnist vera á
vexti þeirra um skeið, þá fer vöxturinn aftur að
verða örari, þegar þær eru orðnar 4-5 ára gaml-
ar, og úr því fer þeim að muna talsvert hvert árið.
Svo er annað, sem fæst með sáðreitunum, en
það er breytingin, sem landið tekur aðeins við
það að fá friðun. Land það, sem hér var afgirt,
var, eins og áður er sagt, gróðurlítið móaland
með blásnum flagskellum og virtist lítils nýtt sem
beitiland. En eftir friðunina fór strax að breytast
þar gróðurinn og verða fjölbreyttari. Grávíði-
runnar eru þar þéttir og stórir. Bláberjaspretta
hefir verið mjög ntikil. Einnig orðið þar mikið
áberandi blómplöntur ýmsar, t.d. sóleyjar, tún-
fíflar, fjalldalafífill o.fl. Mikið er samt ógróið
ennþá af leirflögunum, en á nokkrum stöðum er
að koma í þau mosagróður. Flest síðari árin hefir
nokkuð borið á því, að plöntur hefur toppkalið,
helst þær sem mestum vexti hafa náð sumarið
áður. Nú í sumar bar talsvert á skemmdum af
maðki, og ársvöxtur var með minnsta móti, eins
og annars staðar á landinu. Það er vonandi, að
Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélaginu takist
að vinna sem mest og best að framgangi skóg-
ræktarinnar.
Ársrit Skógræktarfélags íslands, Skógfræðileg lýsing
Islands eftir K. Hansen og Um skógrækt eftir ýmsa
höfunda eru bækur, sem skógræktarvinir þurfa að eiga.
Hr. Eggert Konráðsson bóndi að Haukagili í Vatns-
dal hefir ritað ofanskráða grein fyrir „Búfræðinginn“.
Mun sáning birkifræs óvíða eða hvergi á landinu hafa
heppnast betur en hjá honum.
utgefandi
110
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989