Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 116
SIGURÐUR BLÖNDAL
/
A leiðarenda
Rauðgreni við ysta haf
Heimkynni rauðgrenisins eru óhemju víðáttu-
mikil. Ef tekið er bæði Picea abies og Picea obo-
vata (sem er rússneska og síberíska afbrigði
þess), nær það frá Frakklandi í vestri að Kyrra-
hafi í austri og frá fjallakeðjunni miklu sunnan
Síberíusléttunnar í suðri norður á 72° 20' n.br.
við Khatangafljót í Síberíu. Fáar trjátegundir
geta státað af annarri eins útbreiðslu.
Samt hefir það aðeins komist að úthafi á einum
stað. Það er á litlu nesi norðariega í Naumudal í
Noregi. Naumudaiur er nyrsta héraðið í Þrænda-
lögum.
Staðurinn heitir Rynesset.
Ég kom þangað í ágúst 1988 í fylgd Kjell Dan-
ielsens, fylkisskógræktarstjóra í Norður-Þrænda-
lögum, skólabróður míns og vinar, aðeins viku
eftir að hann sneri heim úr íslandsferð þeirri, sem
hann segir frá á öðrum stað í þessu riti. Kaare
Aarmo, héraðsskógameistari í Næröy-hreppi í
Naumdal var einnig með í för og svo eiginkonur
okkar.
A Rynesset er rauðgrenið komið á leiðarenda
eftir langa ferð. Hún hófst vestan við Úralfjöll
sunnanverð, er síðustu ísöld lauk fyrir um 10 þús.
árum. Þarna hafði rauðgrenið fengið hæli (eitt af
mörgum) við rönd ísskjaldarins, sem huldi norð-
urhluta Rússlands, Finnlands og Skandinavíu.
Þegar meginlandsísinn bráðnaði, hóf rauðgrenið
í úralska hælinu eftirför og sótti norður og vestur
og fylgdi hopandi ísröndinni. Sumar sveitir þess
sóttu norður um Finnland, fyrir Helsingjabotn og
inn í Svíþjóð. Ein sveitin fór yfir Jamtaland og
tókst að brjótast yfir Kjölinn vestur í Norður-
Þrændalög og á Rynesset náði það opnu Atlants-
114
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989