Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Qupperneq 131
MINNING
Glúmur Hólmgeirsson
bóndi, Vallakoti
30. nóv. 1889-28. ágúst 1988
Foreldrar Glúms voru Hólmgeir Þorsteinsson,
lengi bóndi í Vallakoti og jafnframt símstjóri
strax er sími kom í Reykjadal, og kona hans
Aðalbjörg Jónsdóttir frá Þverá. Kona Glúms var
Sigrún Friðriksdóttir frá Helgastöðum. Þau eign-
uðust fimm börn.
Árið 1904 er U.M.F. „Efling" stofnað í
Reykjadal, og var Glúmur einn af stofnendun-
unr, þótt ungur væri. Kjörorð ungmennafélag-
anna var „ræktun lands og lýðs“. Og vil ég full-
yrða, að Glúmur var trúr þeirri hugsjón allt sitt
líf.
Árið 1913 hóf „Efling'1 að rækta trjágarð
vestan við þinghúsið á Breiðumýri og mun Björn
Sigtryggsson frá Hallbjarnarstöðum hafa verið
aðalforgöngumaður um þá framkvæmd. Þar eru
augljós áhrifin frá Sigurði Sigurðssyni, síðar bún-
aðarmálastjóra, og Gróðrarstöðinni á Akureyri,
en þaðan voru plönturnar fengnar. Glúmur var
einn af hvatamönnum þessa máls og taldi ekki
eftir sér að leggja því lið.
Um sama leyti fóru ýmsir í Reykjadal að planta
trjám í skjóli við bæi sína, og var trjálundur
Glúms í Vallakoti einn sá fegursti. Seinna stækk-
aði hann garðinn mikið og hefur gróður dafnað
þar mjög vel, enda skorti Glúm aldrei natni eða
þolinmæði við að hlúa að gróðri.
Árið 1943 var Skógræktarfélag Reykdæla stofn-
að, og hafði Tryggvi Sigtryggsson á Laugabóli
forgöngu um það mál. Glúmur var þá þegar kos-
inn í stjórn og sat þar lengi sem ritari. Þá var hann
lengi ritari í Skógræktarfélagi Suður-Þingeyinga.
Einnig sat hann oft fundi Skógræktarfélags
íslands, og hafði mikla ánægju af að blanda geði
við skógræktarmenn víðsvegar að af landinu.
Það var stefna Skógræktarfélags Þingeyinga að
koma upp skógarreitum á sem flestum bæjum, til
að ala upp almenna skógræktarmenningu. Glúm-
ur var einn þeirra sem girti blett, og á mjög
skömmum tíma var hann búinn að fullplanta í
reitinn, og fór allt vel að stofni til að byrja með.
En árið 1974 gerði hörkufrost um mánaðamótin
maí-júní, og varð þá mikill skaði í þessum álit-
lega reit. En hann er þó farinn að hjarna töluvert
við á ný.
Þegar þessi langi vinnudagur Glúms í Vallakoti
er liðinn, verður mér það hugstæðast, hve djúp-
stæða og einlæga ást hann bar til alls gróðurs. Og
jafnframt hatur hans á eyðingaröflunum, ef þau
voru af mannavöldum.
Garðar Jakobsson
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989
129