Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 133
MINNING
Þórhallur Guðnason
21.febrúar1905 - 2. ágúst1988
Þórhallur Guðnason fæddist að Lundi í
Fnjóskadal 21. febrúar 1905. Hann var tengdur
þeim bæ og við hann kenndur.
Foreldrar hans voru hjónin Guðni Þorsteins-
son og Herdís Guðrún Guðnadóttir, ættuð úr
Reykjahverfi og af Tjörnesi. Þau bjuggu allan
sinn búskap í Lundi. Þórhallur var elstur af sjö
börnum þeirra. Hann byrjaði snemma að vinna
við bú foreldra sinna, en tvo vetur stundaði hann
nám við alþýðuskólann á Laugum.
Þórhallur kvæntist Kristbjörgu Halldórsdóttur
frá Veturliðastöðum 1. júlí 1939. Þau eignuðust
eina dóttur, Herdísi, sem búsett er á Akureyri.
Kristbjörg og Þórhallur hófu búskap í Lundi í
félagi við foreldra hans og síðar í samvinnu við
systkini hans. Þórhallur byrjaði að vinna hjá
Skógrækt ríkisins á Vöglum um 1920, hjá Stefáni
Kristjánssyni, sem þá var skógarvörður. Sam-
felld störf hans hjá Skógrækt ríkisins fylltu nær
hálfa öld. í fyrstu vann hann að skógræktarstörf-
unum samhliða búskapnum en síðar nær ein-
göngu.
Þórhalli var ljós þýðing skógræktar og tók
hann þátt í skógræktarstörfunum af einstökum
áhuga og ósérhlífni. Hann hlaut viðurkenningu
Skógræktarfélags íslands og Skógræktar ríkisins
fyrir störf sín.
Þórhallur var formaður Búnaðarfélags sveitar-
innar um skeið, var mörg ár í hreppsnefnd og í
stjórn sjúkrasamlags og sá um það í mörg ár.
Hann var frábær starfsmaður, hlýr í viðmóti,
samviskusamur og traustur. Samstarfsmenn hans
og sveitungar virtu hann og báru til hans hlýjan
hug.
Eg þakka honum áratuga samstarf, vináttu og
óbilandi skógræktaráhuga.
Isleifur Sumarliðason
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
131