Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 136

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 136
Á ísafirði á Skógrœktarfélag ísfirðinga fagran skógarreit ofan við kaupstaðinn. Par er nú hinn ákjósanlegasti útivist- arskógur. MyncL: Sig. Blöndal 24-09-88. JÓLATRJÁSALA Tekjuauki margra skógræktarfélaga hefur verið fólginn í sölu á jólatrjám úr eigin reitum. Eftir gott sumar og milt haust voru trén víða falleg. Skógræktarfélag Stykkishólms, Borgar- fjarðar o.fl. félög fengu ágætis tekjur af sölu. Vaxandi innflutningur danskra jólatrjáa er hins- vegar áhyggjuefni. Eitt er það að þessum inn- flutningi fylgir sú áhætta að meindýr eða sjúk- dómar berist til landsins, en t.d. er talið að sitka- lúsin hafi borist á þann hátt. Telja má víst að ef eftirlit með þessum innflutningi verður ekki hert til muna, skjóti fleiri plágur upp kollinum fyrr eða síðar. Ef skógræktarfélögin ætla sér stærri hlut í framleiðslu jólatrjáa verða þau einnig að bregðast við á skipulegan hátt. Vonandi leiða einnig athuganir, sem hafnar eru á þessu sviði á Mógilsá, í ljós hvernig standa skal að þessu verki. VINNUFLOKKUR S.í. Tveir ungir menn unnu á vegum skógræktarfé- lagsins í sumar, þeir Rúnar ísleifsson, en hann er við skógtækninám í Svíþjóð, og Halldór Eiðsson. Unnu þeir m.a. fyrir Skógræktarfélag Stykkis- hólms og Skógræktarfélag Skagfirðinga að grisjun. Einnig aðstoðuðu þeir við plöntun trjá- plantna, m.a. á Fjósum í Svartárdal á vegum Skógræktarsjóðs Húnavatnssýslu ásamt heirna- mönnum og á vegum Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá. Mikilvægt er að halda þessu starfi áfram og efla það á allan hátt. Mikilvægt er að félögin reyni að tileinka sér vinnubrögð við grisjun og þá hugsun sem þar liggur að baki. Félögin geta sjálf gert stóra hluti hvað þetta varðar með venjulegum handverkfærum ef einhver hefur áhuga á því að tileinka sér grundvallaratriðin. LANDGRÆÐSLUSKÓGAR Ákveðið var í stjórn Skógræktarfélagsins á fyrsta fundi ársins þann 8. janúar að hefja undir- búning að 60 ára afmæli félagsins. Rætt var um framkvæmd þessara mála á næstu fundum stjórnar og þann 6. maí var boðað til kynningar- fundar þar sem fulltrúar fjölda félagasamtaka og. formenn þingflokkanna mættu. Allir þessir aðilar 134 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.