Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 136
Á ísafirði á Skógrœktarfélag ísfirðinga fagran skógarreit ofan við kaupstaðinn. Par er nú hinn ákjósanlegasti útivist-
arskógur. MyncL: Sig. Blöndal 24-09-88.
JÓLATRJÁSALA
Tekjuauki margra skógræktarfélaga hefur
verið fólginn í sölu á jólatrjám úr eigin reitum.
Eftir gott sumar og milt haust voru trén víða
falleg. Skógræktarfélag Stykkishólms, Borgar-
fjarðar o.fl. félög fengu ágætis tekjur af sölu.
Vaxandi innflutningur danskra jólatrjáa er hins-
vegar áhyggjuefni. Eitt er það að þessum inn-
flutningi fylgir sú áhætta að meindýr eða sjúk-
dómar berist til landsins, en t.d. er talið að sitka-
lúsin hafi borist á þann hátt. Telja má víst að ef
eftirlit með þessum innflutningi verður ekki hert
til muna, skjóti fleiri plágur upp kollinum fyrr
eða síðar. Ef skógræktarfélögin ætla sér stærri
hlut í framleiðslu jólatrjáa verða þau einnig að
bregðast við á skipulegan hátt. Vonandi leiða
einnig athuganir, sem hafnar eru á þessu sviði á
Mógilsá, í ljós hvernig standa skal að þessu verki.
VINNUFLOKKUR S.í.
Tveir ungir menn unnu á vegum skógræktarfé-
lagsins í sumar, þeir Rúnar ísleifsson, en hann er
við skógtækninám í Svíþjóð, og Halldór Eiðsson.
Unnu þeir m.a. fyrir Skógræktarfélag Stykkis-
hólms og Skógræktarfélag Skagfirðinga að
grisjun. Einnig aðstoðuðu þeir við plöntun trjá-
plantna, m.a. á Fjósum í Svartárdal á vegum
Skógræktarsjóðs Húnavatnssýslu ásamt heirna-
mönnum og á vegum Rannsóknastöðvar Skóg-
ræktar ríkisins á Mógilsá.
Mikilvægt er að halda þessu starfi áfram og efla
það á allan hátt. Mikilvægt er að félögin reyni að
tileinka sér vinnubrögð við grisjun og þá hugsun
sem þar liggur að baki. Félögin geta sjálf gert
stóra hluti hvað þetta varðar með venjulegum
handverkfærum ef einhver hefur áhuga á því að
tileinka sér grundvallaratriðin.
LANDGRÆÐSLUSKÓGAR
Ákveðið var í stjórn Skógræktarfélagsins á
fyrsta fundi ársins þann 8. janúar að hefja undir-
búning að 60 ára afmæli félagsins. Rætt var um
framkvæmd þessara mála á næstu fundum
stjórnar og þann 6. maí var boðað til kynningar-
fundar þar sem fulltrúar fjölda félagasamtaka og.
formenn þingflokkanna mættu. Allir þessir aðilar
134
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989