Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 140

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 140
Jóhannsson, Hjördís Pétursdóttir og Gísli B. Kristjánsson. — Mörk: Ólafía Jakobsdóttir. — Neskaupstaðar: Auður Bjarnadóttir og Aðalsteinn Halldórsson. — N.-Þingeyinga: Þórunn Pálsdóttir. — Ólafsvíkur: Ester Gunnarsdóttir. — Rangæinga: Markús Runólfsson, Sigurvina Samúelsdóttir og Pálmi Eyjólfsson. — Reykjavíkur: Ásgeir Svanbergsson, Bára Guðjónsdóttir, Bjarni K. Bjarnason, Björn Ófeigsson, Einar E. Sæmundsen, Jóhann Pálsson, Kjartan Sveinsson, Lárus Blöndal Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson, Reynir Vilhjálmsson, Vilhjálmur Sigtryggsson, Þor- valdur S. Þorvaldsson. — Siglufjarðar: Guðmundur Jónasson. — Skagfirðinga: Áifur Ketilsson, Margrét Stef- ánsdóttir, Óskar Magnússon og Sigurður Sig- fússon. — Skagastrandar: Jón Jónsson. —. Skáta: Halldór Halldórsson. — Skilmannahrepps: Oddur Sigurðsson. — Stykkishólms: Sigurður Ágústsson. — S.-Þing.: Friðgeir Jónsson, Hólmfríður Pét- ursdóttir og Þórey Aðalsteinsdóttir. Formaður félagsins setti fundinn og bauð full- trúa og gesti velkomna. Hún flutti kveðju frá forsætisráðherra, sem hafði ætlað að mæta en komst ekki vegna anna. Að tillögu formanns voru fundarstjórar kjörnir þeir Bjarni Guðráðs- son og Tómas Ingi Olrich, ritarar Halldóra Jóns- dóttir, Ólafur Sigurðsson, Jóhann Pálsson, Þór- unn Pálsdóttir og Einar E. Sæmundsen. Formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar, Ragnar Olgeirsson, flutti ávarp og bauð gesti velkomna. Gat hann sérstaklega um afmælisár félagsins og stofnendur þess. Var einn úr fyrstu stjórn þess viðstaddur, Kjartan Sveinsson. Því næst flutti Hulda Valtýsdóttir skýrslu stjórnar. Bauð hún nýjan framkvæmdastjóra, Brynjólf Jónsson, velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fyrirrennara hans, Snorra Sigurðssyni, fyrir vel unnin störf. Formaður sagði frá afgreiðslu og meðferð stjórnar á tillögum, sem samþykktar voru á síð- asta aðalfundi. Formaður gat aðildar félagsins að farandsýn- ingunni „Hið græna gull Norðurlanda“, einnig birkifræsöfnunar sem félögin stóðu að og tókst með ágætum. Hún gat þess einnig að Þórdís Magnúsdóttir hefði arfleitt Skógræktarfélag Islands að jörðinni Saurum í Fremri-Torfustaðahreppi í Húnavatns- sýslu. Formaður ræddi um átakið í skógrækt 1990 og aðild félagsins að því. Framkvæmdastjóri félagsins flutti því næst skýrslu sína. Á vegum félaganna voru gróður- settar um 500 þúsund plöntur 1987. Um þriðj- ungur þeirra var birki og aðrar laufplöntur. Félögin notuðu um 2,6 milljónir króna til plöntu- kaupa. Hann gat einnig um ný lönd sem tekin hafa verið I notkun. Helgi Gíslason vann við erindrekstur s.l. sumar. Umhirða er víða að komast í óefni og þarf mikið átak í þeim efnum. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri ávarpaði því næst fundinn. Hann sagði frá 90 ára afmæli Norska skógræktarfélagsins nýverið. Hann sagði einnig frá útgáfustarfsemi Norska skógræktarfé- lagsins og nefndi sérstaklega vinnumöppur fyrir barnaskóla, 4.-6. bekk, Lære med skogen og bókina Skogen eftir Jon Lykke. Skógræktarstjóri ræddi um þann áhuga sem væri á skógrækt í land- inu og það hvernig hann yrði best nýttur í þágu skógræktar almennt. Baldur Helgason, gjaldkeri félagsins, lagði fram reikninga þess og skýrði þá. Var þeim dreift fjölrituðum til fundarmanna. Hann lagði til að gjald fyrir hvern félaga yrði óbreytt kr. 50.00. Að þessu loknu var kosið í nefndir. Eftir matarhlé fyrsta fundardag gerði for- maður kjörbréfanefndar grein fyrir störfum og komu fram kjörbréf 68 fulltrúa. Síðan voru skýrslur félaganna lagðar fram og gerðu fulltrúar grein fyrir störfum félaganna. I þessu sambandi var samþykkt tillaga um kjör fjölmiðlafulltrúa félagsins og var kjörinn Hallgrímur Indriðason, Akureyri. Ólafía Jakobsdóttir, Skf. Mörk, taldi að yngja þyrfti upp í félögunum. Þau í Mörk hefðu tekið upp á því að skrá börn í félagið gegn 50 kr. gjaldi 138 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.