Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Síða 142
en hann kom til Reykholts á laugardagskvöld.
Ráðherra greindi frá fundi í Póllandi, sem hann
var nýkominn frá og fjallaði um umhverfis- og
skógræktarmál. Hann ræddi síðan um betri
möguleika okkar til þess að gera stórátak við að
klæða landið á ný með harðgerðum trjágróðri og
lagði áherslu á að mikið sé hægt að gera með sam-
stilltu átaki áhugafólks. Pörf er á auknu fjár-
magni til að efla skógrækt í landinu. Áhugi og
samtakamáttur fólksins er mikilvægur samhliða
óskum um aukið fjármagn.
Að loknu ávarpi landbúnaðarráðherra hófst
afgreiðsla tillagna (sjá meðfylgjandi tillögur).
Úr stjórn áttu að ganga Ólafur Vilhj álmsson og
Tómas Ingi Olrich. Ólafur Vilhjálmsson gaf ekki
kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni. Var
Ólafi þakkað langt og gott samstarf í stjórn fé-
lagsins.
í aðalstjórn voru kosin:
Tómas Ingi Olrich 53 atkv.
Björn Árnason 35 “
I varastjórn var kjörin:
Ólafía Jakobsdóttir
Formaður Skógræktarfélags íslands, Hulda
Valtýsdóttir, flutti lokaorðin, þakkaði öllum sem
að fundinum stóðu og sleit fundi.
Tillögur saniþykktar á aðalfundi
Skógræktarfélags íslands 1988
I
TILLÖGUR FRÁ SKÓGRÆKTARNEFND
1.
Aðalfundur S. í. 1988 fagnar góðum undir-
tektum við fyrirhugað „Átak 1990“, Klæðum
landið. Fundurinn hvetur skógræktarfélög, sveit-
arfélög og önnur félagasamtök til að fara nú
þegar að undirbúa „Átak 1990“.
Greinargerð:
Til þess að árangur af „Átaki 1990“ verði sem
mestur er nauðsynlegt að hefja nú þegar undir-
búning og umræður um hvernig standa skuli að
framkvæmd verkefna á hverjum stað. Of seint er
að fara að ræða staðsetningu landgræðsluskóga
þegar hefja á verkið. Skógræktarfélög (á
hverjum stað) ættu að hafa frumkvæði og kalla til
samráðs sveitarstjórnir, ungmennafélög, kven-
félög, búnaðarfélög, stéttarfélög og önnur sam-
tök sem starfa á viðkomandi svæðum. Samþykkt
samhljóða.
2.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
að Reykholti dagana 26.-28. ágúst 1988, skorar á
landbúnaðarráðherra og skógræktarstjóra að
taka strax föstum tökum allan innflutning á trjám
og plöntum ásamt jólatrjám og -greinum, til þess
að hindra að til landsins berist fleiri skaðvaldar á
gróðri en þegar eru í landinu.
Greinargerð:
Vegna legu landsins og fábreytni tegunda er
íslenskur trjágróður viðkvæmur fyrir ásókn sjúk-
dóma og annarra skaðvalda. Ýmsar plöntur berj-
ast í bökkum við íslensk kjör. Er því full ástæða
til þess að stöðva innflutning á trjám og runnum
ásamt jólatrjám og jólagreinum til þess að hindra
eins og kostur er að til landsins berist fleiri skað-
valdar á gróðri en þegar eru í landinu. Með auk-
inni skógrækt hafa skapast hér á landi skilyrði
fyrir viðgangi ýmissa meindýra er kynnu að verða
flutt hingað.
Á undanförnum árum hefur Skógrækt ríkisins
ásamt skógræktarfélögum lagt mikla vinnu og fé í
að finna tegundir og kvæmi sem henta íslenskum
aðstæðum. Á þessu sviði hefur náðst nokkur
árangur en margt er þó óunnið. Jafnframt hafa
félagar í skógræktarfélögum lagt á sig mikla
vinnu og reitt af hendi fé til að aðstoða við þessar
rannsóknir, plantað og orðið fyrir vonbrigðum,
plantað síðan aftur og lært af reynslu og glaðst
yfir árangri. Þetta fólk treystir því að það sé nú að
njóta afraksturs þessa starfs þegar það kaupir
plöntur án þess í mörgum tilvikum að vita að um
innfluttar plöntur getur verið að ræða og engin
trygging né vissa um að þær henti til ræktunar hér
á landi. Með þessu er þó ekki verið að leggja til að
hætt verði við allan innflutning á trjám og
plöntum en einungis að það verði gert í rann-
140
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1989