Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1989, Page 144
við Menntamálaráðuneytið og Landbúnaðar-
ráðuneytið um að auka umhverfisfræðslu og afla
kennsluefnis um landgræðslu, skógrækt og
umhverfismál til notkunar í skólakerfinu. Sam-
þykkt samhljóða.
4.
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands, haldinn
í Reykholti 26.-28. ágúst 1988, hvetur skógrækt-
arfélögin til að leita nýrra leiða til fjáröflunar og
telur sjálfsagt að Skógræktarfélag íslands aðstoði
þau í því efni. Samþykkt samhljóða.
5.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
í Reykholti 26.-28. ágúst 1988, samþykkir að fela
stjórn félagsins að sjá um: Gerð hentugra trjá-
hlífa (t. d. eins og plast-gosflaska, sem væri opin í
báða enda með tveim pinnum niður úr, þetta þarf
að vera þannig að það megi stafla þeim saman svo
lítið fari fyrir þeim). Samþykkt samhljóða.
6.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1988
fagnar því framtaki Landverndar að hefja sölu á
pappír og plöntuhlífum úr endurunnum pappír
og vill hvetja almenning og félagasamtök til að
kaupa og nota þessa framleiðslu. Samþykkt sam-
hljóða.
7.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
í Reykholti 26.-28. ágúst 1988, hvetur til þjóð-
arátaks og samstöðu til verndar gróðurríki
landsins. Sérstaklega skorar fundurinn á stjórn-
völd landsins og Alþingi að veita meira fjármagn
til landgræðslu en veitt hefur verið undanfarin ár.
Þá vekur fundurinn athygli á þörf skipulagningar
á gróðurvernd, þar með talið skipulag beitar bú-
penings, umferðar og átroðnings ferðamanna um
viðkvæm svæði. Samþykkt samhljóða.
8.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
í Reykholti 26.-28. ágúst 1988, beinir þeim til-
mælum til Skógræktar ríkisins að leita allra ráða
til þess að sauðfjárbeit verði af lögð í Þórsmörk
eigi síðar en árið 1990. Samþykkt samhljóða.
9.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
dagana 26.-28. ágúst í Reykholti, Borgarfirði,
samþykkir að:
1. Skýrsluflutningi á aðalfundi verði hætt en
skýrslur verði fjölritaðar og þeim dreift á
fundinum.
2. í stað skýrslnanna verði því skógræktarfélagi í
þeim hreppi eða sýslu, þar sem aðalfundurinn
er haldinn, falið að flytja erindi um reynslu
sína í skógrækt og ræktunartækni og öllu því
er til fróðleiks megi telja fyrir aðalfundarfull-
trúa.
Tillagan samþykkt með öllum þorra atkvæða.
142
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1989