Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 64

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 64
vakna til vitundar um umhverfi sitt. Á síðustu árum hafa orðið hrikaleg umhverfisslys og við erum að gera okkur ljósí að við munum ekki lifa af nema við tökum upp nýja umgengnishætti við lífríki það sem við erum órjúfanlegur hluti af. Umhverfisvernd er þar af leiðandi ofarlega í hugum manna þessa stundina. Skógrækt er í flestum tilvikum til bóta fyrir umhverfið. Skógurinn eykur viðnámsþrótt umhverfisins gegn spjöllum; með betri vatns- miðlun og jarðvegsbindingu. Hann skýlir einnig öðru lífríki fyrir veðri og vindum. En í sumum til- vikum er erfitt að rökstyðja skógrækt með hug- myndum umhverfisverndar. T. d. geta eftirtaldar skógræktarframkvæmdir tæpast talist umhverfis- bætandi: Trjátegundaskipti þar sem náttúrulegur birkiskógur er látinn víkja fyrir erlendum trjáteg- undum, skemmdir á sjaldgæfu umhverfi og/eða vistkerfi, t.d. með framræslu mýra í þágu skóg- ræktar eða gróðursetningu trjáa á staði sem hafa sérkennilegt og sjaldgæft útlit. Breyttur hugsunarháttur kallar á skýrari til- gang skógræktar. Það er mitt álit að almennri markmiðssetningu eins og kemur fram í lögum félaganna verði að fylgja eftir með því að setja afmörkuðum verk- efnum skýrari markmið. Átak um ræktun landgræðsluskóga er að mínu mati gott dæmi um þetta. Tilgangurinn með átak- inu er skýr. Verkefnið er einnig skýrt afmarkað frá annarri starfsemi þeirra sem standa eiga að framkvæmdinni. Höfðað er til málefnis sem er ofarlega í hugum almennings, þ.e. umhverfis- bætur. Enda lætur árangur fjársöfnunarinnar ekki á sér standa; hún gekk í alla staði framar öllum vonum. Það má hugsa sér að skógræktarfélag sé með mörg járn í eldinum, t. d. eina girðingu í nágrenni þéttbýlis og aðra í dreifbýli. Tilgangur skóg- ræktar á þessum tveimur stöðum getur verið æði misjafn. Staðsetningin ein og sér gefur tilefni til mismunandi markmiða. Þegar gerð er nánari lýsing á tilgangi skóg- ræktar er ekki nóg að finna henni viðeigandi heiti eins og útivistarskógrækt eða nytjaskógrækt. Skoða þarf niður í kjölinn alla þætti framkvæmd- arinnar. Svara þarf spurningum eins og: Hverjum á skógræktin að þjóna? Almenningi í sveitarfélaginu eða aðeins félögum í viðkomandi skógræktarfélagi. Er þörf fyrir skóg á þessum stað? Ef hún er til staðar, hvernig lýsir hún sér? Þörf fyrir umhverf- isfegrun, möguleika til útivistar og hvernig úti- vistar: göngu, hlaupa, tjaldstæða? Það þarf einnig að liggja ljóst fyrir, hvort fyrir- huguð skógrækt skarast á við aðra landnotkun, t. d. náttúrufriðun og hvort skógræktarfram- kvæmdirnar séu á verksviði skógræktarfélags. T. d. eru mörkin milli starfsemi skógræktarfélaga og garðyrkjudeilda bæjarfélaga oft og tíðum óljós fyrir þann sent ekki þekkir til. Markmið skógræktar getur einnig verið samsett. Innan sama svæðis á að stunda nytja- skógrækt á hluta svæðisins en útivistarskógrækt á öðrum hluta. Meira að segja getur skógrækt á einum og sama blettinum verið samsett. Dæmi: Ræktaðar eru tegundir sem gefa af sér viðarnyt en uppbygging skógarins er stíluð á möguleika til útivistar. Með forsendum á ég við utanaðkomandi þætti sem hafa áhrif á og stýra árangri framkvæmda. Þetta eru þættir eins og staðsetning, lega og lögun svæða. Veðurfar og landgæði, sem eru þættir sem hafa áhrif á skilyrði til ræktunar. Ræktunar- skilyrðin hafa aftur áhrif á val trjátegunda og kvæma. Hluti slíkra þátta eru þekktir og staðbundin reynsla kemur hér að góðum notum. En ef vel á að standa að verki er æskilegt að gera heildarút- tekt á fyrirhuguðu skógræktarlandi. Ef gera á ýtarlega ræktunaráætlun er slík úttekt nauðsyn- leg. Á löndum bænda, er stunda nytjaskógrækt og löndum í umsjá Skógræktar ríkisins, eru gerðar slíkar úttektir. Þær ganga undir nafninu „skráning skóglenda“ eða „skógarkortagerð“. Mun ég síðar í erindi mínu gera þessum þætti í skipulagi skógræktar betri skil. Áætlanir eru í stuttu máli lýsing á hvernig ná á settu markmiði á sem skynsamlegastan hátt út frá gefnum forsendum. Þær geta verið allt frá ein- földum töflum um fjölda plantna sem áætlað er að gróðursetja, til ýtarlegra framkvæmda- og kostnaðaráætlana sem eru sundurliðaðar niður í smæstu verkþætti. 62 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.