Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 9
Um skógviðar
bróður
Mynd 4. Víðátta birkilendisins við upphaf búsetu, eins og óteljandi heimiidir
benda til. -Teikning: Sherry Curl.
í Flóru íslands er ein teg-
und birkis nefnd skógviðar-
bróðir. Honum er lýst svo,
að hann sé í útliti nánast
eins og mitt á milli ilmbjark-
ar og fjalldrapa. Eitt ein-
kenni hans hefir verið talið
rauði haustliturinn. Þor-
steinn Tómasson skrifar um
þennan birkiblending í
greininni „Af ástum fjall-
drapa og bjarkar - áhrif
þeirra á útlit og breytileika
íslenska birkisins" í Skóg-
ræktarritinu 1994. Héreru
nokkrar glefsur úr þessari
grein Þorsteins:
* Finnst á útmörkum út-
breiðslusvæðis birkis, þar
sem beit er mikil.
* Ekki ófrjór.
* Erfðaflæði getur aukið að-
lögun tegunda við erfið
skilyrði.
* Erfðaflæði frá fjalldrapa í
birki er virkt afl í þróun fs-
lenska birkisins.
* Fjalldrapinn hefirsótt inn í
þá nýju vist, þar sem birki-
lendi hefir eýðst.
* „Skógviðarbróðir virðist
umfram allt upprunninn
með því, að birkið frjóvgar
fjalldrapann."
* „Líklegast er þó, að mikill
breytileiki í runnkenndu
birkiskóglendi eigi upp-
runa sinn í víxlfrjóvgun
skógviðarbróður við birki-
og því til marks um, að
erfðaflæði milli þessara
tegunda sé mikilvirkt afl í
þróun og útlitsgerð ís-
lenska birkisins".
* Ekki er hægt að staðfesta
tilvist skógviðarbróður,
nema telja litninga í kjarn-
anum (sem sagt ekki af út-
litinu einu).
Hér er að sinni sleppt grfðar-
löngum höfundanöfnum, sem
eiga að fylgja hinni nýju nafngift.
Aðeins getið þess, að rússnesk
kona, Orlova að nafni, lýsti hinu
nýja latínuheiti 1978.
Víðátta birkilendisins
Hér er orðið „birkilendi" notað
yfir allt land, sem þakið er
birkitrjám, án tillits til hugsan-
legra tegunda og stærðar eða
lögunar einstakra trjáa.
Við upphaf búsetu. Mikið og
lengi hefir verið fjallað um þetta,
en varfærin niðurstaða er, að
birkilendið hafi verið 25-30 þús-
und km2. Sumir fræðimenn hafa
talið, að það gæti hafa verið allt
að 40 þúsund km2. Kortið á 4.
mynd sýnir, hver víðáttan gæti
hafa verið. Helstu gögn, sem
benda á útbreiðslu birkis á fyrri
tíð eru:
1. Ritaðar heimildir, fornsögur,
annálar, máldagar (=skrár um
eignir kirkjujarða).
2. Örnefni, sem óteljandi mörg
vitna um skóg, þar sem enginn er
nú.
3. Kolagrafir, sem vitna um við-
arkolagerð á fyrri tímum. Þæreru
ótölulegar víða í lágsveitum allt
út á annes, en hafa einnig fundist
f 4-500 m h.y. s. (t.d. á Kili og inn
af Bárðardal). Sjá grein Grétars
Guðbergssonar í Skógræktarrit-
inu 1992.
4 Frjógreining: Frjókorn
plantna varðveitast í þúsundir
ára f mýrum. Með hjálp ösku-
lagatímatals má tímasetja,
hvenær birki hvarf í námunda við
mýrar, eftir því hve djúpt er á
efstu birkifrjókornin. Sjá grein
Þorleifs Einarssonar í bókinni
„Gróður, jarðvegurog saga" 1994.
Það er ljóst, að birkið var með-
al þeirra landsins gæða, sem
þjóðinni voru dýrmæt til þess að
geta lifað í landinu (mynd 4, kort-
ið).
Þeirri skoðun var lengi haldið
fram af mörgum að eyðing birkis
og jarðvegs væri að kenna nátt-
úruöflum: Óblíðu veðurfari og
eldgosum. Sæmundur Eyjólfs-
son benti líklega fyrstur á 1891,
að sveiflur f veðurfari og eldvirkni
væru svipaðar fyrir landnám sem
eftir, svo að fleira kæmi til, sem
sé búsetan, sem væri meginor-
sakavaldurinn að eyðingu birki-
lendisins. Og Þorvaldur
Thoroddsen sýndi fyrstur manna
1883 fram á samhengi jarð-
vegseyðingar og eyðingar birki-
lendisins. Loks skal minnt á hina
miklu grein Sigurðar Þórarins-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
7