Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 13

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 13
Aðferðir við mælingar á vexti birkis í Háls- og Vaglaskógi og niðurstöður Sigurður Sigurðsson 1899 Hann skipti skóginum f tvo stærðarflokka og bútmældi tals- vert mörg tré í hvorum flokki til þess að fá nákvæma mynd af vaxt- arferli trjánna. Hann gaf sér 7.500 tré á ha í 1. flokki og 15.000 tré á ha í 2. flokki (sem verður að teljast rétt mat í ógrisjuðum birkiskógi). A grundvelli bútmælingarinnar gat hann svo reiknað meðalársvöxt í hvorum flokki. Niðurstaðan varð: 1 flokkur: Hæð trjánna 3,30 til 7,00 m og ald- ur 26-79 ár. Meðalársvöxtur 1,44 m3/ha. 2.flokkur: Hæð trjánna 1,00 til 2,70 m og ald- ur 10-32 ár. Meðalársvöxtur 0,95 mVha. Trjáfjöldinn á ha vegur hér auð- vitað þyngst í meðalársvextinum. Hann er forákveðinn, en virðist eðlilegur miðað við aldur og stærð trjánna. Snorri Sigurðsson 1956 Hann lýsir vinnubrögðum í hinni ftarlegu grein „Birki á íslandi" í Skógarmálum 1977. Hann tók fyrir 55 ha f nyrsta hluta skógarins (Hálsskógi). Þar mældi hann öll tré á 544 flötum, sem hver um sig var 50 m2. Þannig voru öll tré mæld á 2,72 ha, eða á 5% hinna 55 ha. Bútmæld voru 240 tré á 8 mæliflötum. Þetta er geysistórt úrtak, og fyrir því er mælingin mjög áreiðanleg. Niður- stöður: * Meðalfjöldi trjáa 1940/ha. * Meðalaldur skógarins 45 ár. * Rúmtaktrjábola 30,21 mVha. * Meðalársvöxtur 0,79 mVha. * Árlegur vöxtur 0,94 mVha. Þetta var allt grisjaður skógur, eins og trjáfjöldinn á ha gefur til kynna. Snorri ætlar, að viðarmagn og meðalársvöxtur ætti að vera um fjórðungi meiri en var f þess- um grisjaða skógi, ef gert væri ráð fyrir því, sem féll við grisjun, og studdist þar við norskar vaxtartöfl- uryfir fjallabirki. Leggja verður áherslu á, að hér var mældur einhver vænsti birki- skógur á fslandi. Vaxtartölur til samanburðar. Lesendum, sem óvanir eru að rýna í vaxtartölur skógar, skal til við- miðunar bent á eftirfarandi: í gömlu Sovétríkjunum var gefið upp, að meðalársvöxtur alls skóg- lendis þar væri 1 mVha, og er það nær allt villtur skógur, gríðarlega misjafn eftir landshlutum. í Noregi er það talinn fram- leiðsluhæfur (produktiv) skógur, sem nær 1 mVha /ári. Þá er átt við villtan skóg. Ræktaður skógur vex miklu betur: Lerkið í Guttormslundi hefir sl. 20 ár sýnt meðalársvöxtinn 7 mVha. 45 ára gamalt sitkagreni í Haukadal hefirvaxið 7,70 mVha/ári. fjarðar, í Kelduhverfi og Þórs- mörk. Leifar af stórvöxnu birki finnast í * Þjórsárdal, Laugardal, Brynju- dal í Hvalfirði, Vatnshorni í Skorradal, Húsafelli í Hálsa- sveit, Norðtungu f Þverárhlíð, lafnaskarði við Hreðavatn, Norðdal í Trostansfirði og kannski vfðar. Ástæða er til að nefna að síðan vetrarbeit lagðist að mestu af um miðbik síðustu aldar hafa mynd- arlegir birkiskógar vaxið upp í úfnum hraunum (reyndar sama hrauninu) í Mývatnssveit og Að- aldal. Vetrarbeit hélt þessum skógum niðri en á sumrin ver hraunið skóginn nægilega til þess að hann nær að vaxa upp. Mynd 8. Stórihvammur í innstu drögum Austurdals, Skagafirði. Efstu mörk birkis. Mynd: S. Bl. 22-09-89. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 11

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.