Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 17

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 17
Endurkoma birkis á skóglaust land - Dæmisaga Landið í sögunni er á Buðl- ungavöllum í Skógum á Fljóts- dalshéraði. Gilsá nefnist áin, sem til suðvesturs skilur það frá næstu jörð, sem er Vallholt í Fljótsdal. Þeim megin við ána vex Ranaskógur, einn hinn feg- ursti á íslandi. Helgi Hallgrfms- son skrifaði þætti úr sögu hans hans í Ársritið 1989. í landi Buðlungavalla varð- veittist birkiskógur í belti eftir hlíðinni talsvert langt frá bæn- um. Á Buðlungavöllum var búið með sauðfé og hross til 1966. Mest af heimalandinu var snöggt valllendi (þursaskeggs- mór), eins og víðast á Upphér- aði, en dálítil mýradrög á milli. Eftir að þúskap lauk á jörð- inni, gekk þar fé utan úr sveit frá bæjum, sem áttu afrétt á Gilsárdal suður af Buðlunga- völlum, og var landið nauð- beitt. Árið 1978 var lokað með girð- ingu utan um syðsta hluta jarð- arinnar Hallormsstaðar, sem nefnist Ásar, og neðri hluta Buðlungavalla. Girðingin nær um 700 ha. Innan þessarar girðingar hefir þirki þotið upp sjálfgróið frá 1979, svo undrum sætir. Hvergi þó eins og næst Ranaskógi, sem er helsta frælindin. Meðfylgjandi myndir skýra þetta beturen orð (mynd 12). Furðu vekur, hversu beinvaxið þetta birki er. Hér er sannar- lega engin kræklubjörká ferð- inni. Þetta er svona alls staðar í þessari stóru girðingu. Fær mann til að hugsa upp á nýtt um krækluvöxt íslenska birkis- ins. Ég var að velta því fyrir mér fyrir mörgum áratugum en hafði þá ekki fyrir augum reynslu, eins og þessa, sem blasir við í Mynd 12. Eitthvert magnaðasta dæmi, sem til er á íslandi, um skjóta endurkomu birkis eftir friðun frá búfjárbeit er þetta frá Buðlungavöllum í Skógum. Þarna sást ekki nokkur birkirunni vorið 1979, en myndin er tekin 16 árum seinna. Ranaskógur hinum megin Gilsár er frælindin. Mynd: S. Bl. 23-09-94. 14 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 Mynd 13. Ungskógurinn á Buðlungavöllum eftir fyrstu grisjun 1999. Takið eftir hinu góða vaxtarlagi. Mynd. S. Bl. 06-04-00. Ásum og Buðlungavöllum. Nú sér maður, að birkið hér er í eðli sínu miklu beinvaxnara en hann hélt. En þetta unga birki hefir ekki enn fengið að kenna á snjóþyngslum að neinu ráði. Eg hygg nú, að þar megi finna skýringu á kræklun birkisins víða um land. Nú er grisjun hafin á þessu unga birki, og er það gríðar- lega mikilvægt að geta séð, hvernig sá skógur verður, sem hér vex upp, meðhöndlaður frá byrjun að bestu manna yf- irsýn. Kvæmi. Reynsla af ræktun ilmbjarkar hér á landi á síðustu öld hefir leitt í ljós mismun milli kvæma af henni. Þessi munur birtist í * breytilegum tíma laufgunar og lauffalls, * mismunandi miklum vexti, * ákaflega breytilegu vaxtarlagi. Lengst af öldinni var birki á íslandi ræktað af fræi úr þremur skóglendum,- Bæjarstað í Morsárdal, Hallormsstað og Vöglum f Fnjóskadal. Reynslan af notkun þessara kvæma er í stuttu máli sem hér segir: * Bæjarstaðarbirki hefir reynst best um allt land, bæði um hæðarvöxt og beinan bolvöxt, nema á svölum stöðum norð- anlands, þar sem það nær ekki þroska. * Hallormsstaðabirki verður kræklótt á Suðurlandi, þótt fræi sé safnað af beinvöxnum trjám. * Vaglabirki er beinvaxið í inn- sveitum á Norðurlandi, en hentar illa á Suðurlandi. * Bæjarstaðarbirki gulnar viku til tfu dögum seinna en Hall- ormsstaða- eða Vaglabirki. Kvæmarannsóknir á íslensku birki frá ýmsum stöðum eru nú hafnar á vegum Rannsóknastöðv- arinnar, upphaflega styrktar af RARIK. Þetta er mjög viðamikil tilraun, sem hófst 1998. Hér eru 51 kvæmi gróðursett á 9 stöðum á landinu. Á flestum stöðunum voru gróðursettar 75 plöntur af hverju kvæmi, en 100 plöntur á tveimur og færri á tveimur stöð- um. Þegar þetta er ritað (í maí 2002) er búið að mæla lifun og vöxt frá 6 stöðum í öllum fjórð- ungum landsins. Svo virðist sem kvæmin frá Suðausturlandi (Steinadalur í Suðursveit, Bæjar- staður, Núpsstaður o.fl.) séu með hæsta lifun og vöxt, þegar á heildina er litið. Náttúrleg endurnýjun íbirki- skóglendi gerist með sprotum, sem vaxa úr rótarhálsi trjánna eða stúfnum á föllnu eða felldu tré (mynd 15). Endurnýjun af fræi á sér stað á landi með gisinni gróðurhulu eða á örfoka landi, og framræstum mýrum, ef „fræ- banki" er í nánd. Rannsóknir á nýliðun birkis af fræi voru um skeið stundaðar á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins (RALA). Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon skrif- uðu um fyrstu niðurstöður í Árs- rit Skf. fsl. 1990: „Birkisáningar til landgræðslu og skógræktar". Ása L. Aradóttir skrifaði doktorsrit- Mynd 14. Birkirótin, sem Ragnhildur Sigurðardóttir gróf upp á 60-65 ára gömlu, siálfgrónu birkitré. Mynd: S. Bl. 08-09-99. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.