Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 19
verið efldar mjög, og sýnt, að
með réttum áburðartegundum og
hóflegum skömmtum að hverri
plöntu má stórbæta árangur í
ræktuninni, og á það við um allar
trjátegundir, sem hér eru ræktað-
ar. Nefna verður, að löngum
hætti mönnum til að gefa hinum
litlu skógarplöntum alltof stóra
skammta, sem leiddu hreinlega
til dauða þeirra, af því að áburð-
urinn dró til sín raka úr jarðveg-
inum. Þetta eru raunar engin ný
sannindi. Haukur Ragnarsson,
þáv. tilraunastjóri á Mógilsá, var-
aði sterklega við þessu í mjög ít-
arlegri grein um „Áburð og
áburðargjöf" f Ársriti Skf. ísl.
1967.
Hér er ekki rúm til að skýra
nánar frá hinum nýju rannsókn-
um, sem Hreinn Óskarsson hefir
unnið að undanfarin ár, en vísað
a yfirgripsmiklar greinar hans og
samstarfsmanna í Skógræktarrit-
inu 1997 og 2001, l.tbl.
Sáningu birkis var aldrei beitt
nema f litlum mæli. Agner Kof-
oed-Hansen skógræktarstjóri
reyndi sáningu á nokkrum stöð-
um í mólendi á þriðja áratugnum
með því að taka þunna torfu ofan
af, sá síðan í sárið og þjappa því
vel niður. Gafst þessi aðferð
ágætlega (sjá: „Birkisáðreitir f
Vatnsdal" eftir Eggert Konráðs-
son. Ársrit Skf. fsl. 1989).
Hákon Bjarnason lét herfa
lyngmó í Haukadal f Biskups-
tungum árið 1939 og sá þar
birkifræi árið eftir. Þar er nú vax-
inn fagur birkilundur (sjá: „Birki-
lundurinn f Haukadal" eftir Há-
kon Bjarnason, Ársrit Skf. ísl.
1979 (mynd 16).
Borgþór Magnússon og Sigurð-
ur H. Magnússon (sjá hér að
framan) hafa gert víðtækar til-
raunir með sáningu birkis á víða-
vangi. Ein fyrsta niðurstaða
þeirra var, að haustsáning væri
mun vænlegri en vorsáning. Að
öðru leyti vísast til greinarinnar.
Embla
Þetta er yrki af íslensku birki og árangur af rannsókna- og þróunar-
starfi, sem hófst í febrúar 1987 er 20 birkitré í Reykjavík og nágrenni
voru valin til undaneldis. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur
var frá upphafi aðalhugmyndasmiðurinn og hefir stýrt þróun þess.
Hann gerir mjög ítarlega grein fyrir tilurð, þróun og árangri í Skóg-
ræktarritinu 1995. Eftirfarandi yfirlit er tekið orðrétt úr grein hans
(20. mynd í grein Þorsteins í Skógræktarr. 1995, bls 89).
1986 Verklýsing unnin.
1987 Úrvalstré fundin, metin og greinum safnað.
Fyrri ágræðsla unnin í Mörk.
1988 Seinni ágræðsla unnin í Mörk (aukatré send til Kaupmanna-
hafnar vegna vefjaræktarrannsókna). Gróðursett í dúkhús í fjölvfxlun
í Mörk.
1990 Fyrsta fræuppskera.
Sáð til samanburðartilrauna í Laugardal, plöntur f Mörk og f Foss-
vogi settar í 1,5 I potta, þriðja fræuppskera, gæði mæld, tré flutt í
stærra gróðurhús f Mörk.
1991 Bakkaplöntur í Laugardal umpottaðar f 1,5 1 potta og komið
fyrir í samanburðartilraun í römmum, hæð mæld að vori og hausti.
Plöntur frá Mörk og úr Fossvogi gróðursettar í samanburðartilraunir
við Hafravatn, á Reynivöllum í Kjós, í Gróðrarstöðinni Mörk, Möðru-
völlum í Hörgárdal og á Egilsstöðum, hæðarmælingar, fjórða fræ-
uppskera, frægæði metin.
Plöntur úr Laugardal gróðursettar í samanburðartilraunir í Fossvogi
og á Læk í Dýrafirði, aukaplöntur pottaðar og settar í plastgróður-
hús í Mörk (og í fræræktartilraunir að Mógilsá), hæðarmælingar í öll-
um tilraunum, fimmta fræuppskera, frægæði metin.
1992 Fyrstu niðurstöður teknar saman, yrkinu gefið nafn.
1995-2000? Mælingar og úrvinnsla gagna, áframhaldandi frærækt,
arfgerðum fækkað í fræræktinni, kynning.
Bein sáning birkifræs strax eftir
tfnslu hefurverið notuð með
góðum árangri í árlegum haust-
ferðum í Þórsmörk undir leið-
sögn Guðjóns Magnússonar
landgræðslumanns.
Ása L. Aradóttir (sjá hér að
framan) rannsakaði náttúrlega
nýliðun mjög ftarlega. Tvö atriði
úr niðurstöðum hennar skulu til-
færð hér:
* Væg áburðargjöf á smáplöntur,
sem komið hafa upp á ógrónu
landi, styrkir þær svo mjög, að
þær geta komist yfir hættuna á
að frjósa upp fyrstu veturna.
Áburðargjöf styrkti einnig end-
urnýjun birkisins til lengri tíma
litið. Þetta kom greinilega f
ljós á Ássandi f Kelduhverfi,
þar sem borið var á svæði á
sandinum 1960 og 1976. Við
athugun 1988 reyndust miklu
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
17