Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 19

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 19
verið efldar mjög, og sýnt, að með réttum áburðartegundum og hóflegum skömmtum að hverri plöntu má stórbæta árangur í ræktuninni, og á það við um allar trjátegundir, sem hér eru ræktað- ar. Nefna verður, að löngum hætti mönnum til að gefa hinum litlu skógarplöntum alltof stóra skammta, sem leiddu hreinlega til dauða þeirra, af því að áburð- urinn dró til sín raka úr jarðveg- inum. Þetta eru raunar engin ný sannindi. Haukur Ragnarsson, þáv. tilraunastjóri á Mógilsá, var- aði sterklega við þessu í mjög ít- arlegri grein um „Áburð og áburðargjöf" f Ársriti Skf. ísl. 1967. Hér er ekki rúm til að skýra nánar frá hinum nýju rannsókn- um, sem Hreinn Óskarsson hefir unnið að undanfarin ár, en vísað a yfirgripsmiklar greinar hans og samstarfsmanna í Skógræktarrit- inu 1997 og 2001, l.tbl. Sáningu birkis var aldrei beitt nema f litlum mæli. Agner Kof- oed-Hansen skógræktarstjóri reyndi sáningu á nokkrum stöð- um í mólendi á þriðja áratugnum með því að taka þunna torfu ofan af, sá síðan í sárið og þjappa því vel niður. Gafst þessi aðferð ágætlega (sjá: „Birkisáðreitir f Vatnsdal" eftir Eggert Konráðs- son. Ársrit Skf. fsl. 1989). Hákon Bjarnason lét herfa lyngmó í Haukadal f Biskups- tungum árið 1939 og sá þar birkifræi árið eftir. Þar er nú vax- inn fagur birkilundur (sjá: „Birki- lundurinn f Haukadal" eftir Há- kon Bjarnason, Ársrit Skf. ísl. 1979 (mynd 16). Borgþór Magnússon og Sigurð- ur H. Magnússon (sjá hér að framan) hafa gert víðtækar til- raunir með sáningu birkis á víða- vangi. Ein fyrsta niðurstaða þeirra var, að haustsáning væri mun vænlegri en vorsáning. Að öðru leyti vísast til greinarinnar. Embla Þetta er yrki af íslensku birki og árangur af rannsókna- og þróunar- starfi, sem hófst í febrúar 1987 er 20 birkitré í Reykjavík og nágrenni voru valin til undaneldis. Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur var frá upphafi aðalhugmyndasmiðurinn og hefir stýrt þróun þess. Hann gerir mjög ítarlega grein fyrir tilurð, þróun og árangri í Skóg- ræktarritinu 1995. Eftirfarandi yfirlit er tekið orðrétt úr grein hans (20. mynd í grein Þorsteins í Skógræktarr. 1995, bls 89). 1986 Verklýsing unnin. 1987 Úrvalstré fundin, metin og greinum safnað. Fyrri ágræðsla unnin í Mörk. 1988 Seinni ágræðsla unnin í Mörk (aukatré send til Kaupmanna- hafnar vegna vefjaræktarrannsókna). Gróðursett í dúkhús í fjölvfxlun í Mörk. 1990 Fyrsta fræuppskera. Sáð til samanburðartilrauna í Laugardal, plöntur f Mörk og f Foss- vogi settar í 1,5 I potta, þriðja fræuppskera, gæði mæld, tré flutt í stærra gróðurhús f Mörk. 1991 Bakkaplöntur í Laugardal umpottaðar f 1,5 1 potta og komið fyrir í samanburðartilraun í römmum, hæð mæld að vori og hausti. Plöntur frá Mörk og úr Fossvogi gróðursettar í samanburðartilraunir við Hafravatn, á Reynivöllum í Kjós, í Gróðrarstöðinni Mörk, Möðru- völlum í Hörgárdal og á Egilsstöðum, hæðarmælingar, fjórða fræ- uppskera, frægæði metin. Plöntur úr Laugardal gróðursettar í samanburðartilraunir í Fossvogi og á Læk í Dýrafirði, aukaplöntur pottaðar og settar í plastgróður- hús í Mörk (og í fræræktartilraunir að Mógilsá), hæðarmælingar í öll- um tilraunum, fimmta fræuppskera, frægæði metin. 1992 Fyrstu niðurstöður teknar saman, yrkinu gefið nafn. 1995-2000? Mælingar og úrvinnsla gagna, áframhaldandi frærækt, arfgerðum fækkað í fræræktinni, kynning. Bein sáning birkifræs strax eftir tfnslu hefurverið notuð með góðum árangri í árlegum haust- ferðum í Þórsmörk undir leið- sögn Guðjóns Magnússonar landgræðslumanns. Ása L. Aradóttir (sjá hér að framan) rannsakaði náttúrlega nýliðun mjög ftarlega. Tvö atriði úr niðurstöðum hennar skulu til- færð hér: * Væg áburðargjöf á smáplöntur, sem komið hafa upp á ógrónu landi, styrkir þær svo mjög, að þær geta komist yfir hættuna á að frjósa upp fyrstu veturna. Áburðargjöf styrkti einnig end- urnýjun birkisins til lengri tíma litið. Þetta kom greinilega f ljós á Ássandi f Kelduhverfi, þar sem borið var á svæði á sandinum 1960 og 1976. Við athugun 1988 reyndust miklu SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.