Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 21

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 21
Kynlegir kvistir í íslenskum birkiskógum eru tvenns konar af- brigðilegar myndanir á trjám, sem vekja forvitni: Nornavöndur er, eins og nafnið gefur til kynna, eins konar vöndur, sem situr á greinum ilmbjark- arinnar, en sést aldrei á hengibjörk. Þetta er klasi J r . ■ r :■ / 1 •' C^-.. jgSf *« ■ t • Mynd 18. Stærsti nornavöndur, sem fundist hefur í Hallormsstaðaskógi, um 60 cm í þvermál. Mynd: S. Bl. 10-03-96. af örstuttum sprotum, sem sitja svo þétt, að úr verður þetta fyrirbæri. Iðulega eru margir vendir á einu tré. Blöðin eru óvenjulega smá, krympuð og ljósgrænni en annars er venja. Sveppur einn af ættkvíslinni Taphrina veldur þessari afmyndun. Á birki nefnist hann Taphrina betulina Rostr. Mest ber á sveppnum á gömlum stakstæðum trjám, en síð- ur f þéttum skógi. Sveppurinn er talinn frekar meinlaus og breiðist lítið út. (sjá „Heilbrigði trjágróðurs", bls. 79). Nýra er góðkynjað æxli, sem vex út úr stofni trésins, ýmist eitt eða fleiri á hverjum. Á íslandi eru nýru á birki sjaldgæf og sjaldan stór. Undan- tekning er nýrað, sem myndin er af hér (mynd 19). Skýringu á fyrirbærinu hefi ég ekki getað fundið. í Skandínavíu eru nýru á birki algeng. Þau eru eftirsótt til að smíða úr skálar og kaffibolla, sem margir skógarmenn telja enn sjálfsagt að nota fyr- ir ketilkaffið í skóginum. Mynd 19. Stærsta nýra á birki, sem fundist hefir í Hallormsstaðaskógi: 46 cm langt, 33 cm breitt, 21 cm þykkt. Mynd. S. Bl. 24-07-97. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 19

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.