Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 27
Reyniviður (Sorbus aucuparia L.)
Mynd 22. Reynitré í Vatnsfirði sunnan vatnsins. Mynd: S.Bl. 18-07-85.
Nafnið ilmreynir er greinilega
nýtt. í ofangreindum heimildum
kemur það fyrst fyrir í texta 1. út-
gáfu bókar Hákonar Bjarnasonar,
þar sem þessi málsgrein er í lok
kaflans um reyni: „Á síðari árum
hefir þessi tegund á stundum
verið nefnd ilmreynirtil aðgrein-
ingar frá öðrum reynitegundum.
Þetta er óþarfi, enda allt að því
rangnefni. Þótt blómin ilmi vel,
er mesti óþefur af berki reynivið-
arins..."
Hér er úr vöndu að ráða. Nið-
urstaðan hefir samt orðið sú, að
höfðu samráði við Helga Hall-
grfmsson, að halda sér við nafn-
giftina í Flóru íslands, sem okkur
finnst mjög rökrétt:
Reynir yfir ættkvíslina.
Reyniviður yfir tegundina.
Ætterni og heimkynni
Hann heyrirtil rósaættarinnar
(Rosacae). í ættkvíslinni Sorbus eru
37 tegundir. Þessi tegund vex í
Evrópu, Litlu-Asíu, Kákasus og
Vestur-Síberíu.
Almenn atriði
Nafngift tegundarinnar á
íslensku
Þetta er dálítið á reiki. í helstu
uppsláttarbókum eru nafngiftir
sem hér segir:
• í Flóru íslands eftir Stefán
Stefánsson, öllum þremur útgáf-
unum (1901, 1924, 1948), heitir
ættkvíslin reynir, tegundin reyni-
viður.
• í fslenskum jurtum (1945) eft-
ir Áskel Löve eins og í Flóru ís-
lands.
• Hákon Bjarnason nefnirteg-
undina reyni í öllum þremur út-
gáfum á bókinni Ræktaðu garð-
inn þinn, 1979,1981,1989.
• Ásgeir Svanbergsson nefnir
ættkvíslina reyni og tegundina
ilmreyni í báðum útgáfum af bók-
inniTréog runnar, 1982,1989.
• f íslenskri ferðaflóru (1983)
eftirÁgúst H. Bjarnason erteg-
undin nefnd reynir.
• Samræmingarnefnd um ís-
lensk nöfn á trjám og runnum,
sem starfaði á síðari hluta ní-
unda áratugarins, gefur upp 3
möguleg nöfn á listanum, sem
Óli Valur Hansson (1989) birtir í
Ársriti Skógræktarfélags íslands:
reynir, reyniviður, ilmreynir.
• í Plöntuhandbókinni (1986)
eftir Hörð Kristinsson er reynivið-
ur yfirskrift textans, en í nafna-
skrá eru reynir, reyniviður og ilm-
reynir.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
25