Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 29

Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 29
burður við gróðursetningu, sem sjálfsagt er. Nokkuð má marka líðan hans og þroska sem ung- plöntu af gildleika ársprotans. Hákon Bjarnason notaði þá ein- földu viðmiðun, að ársprotinn skyldi vera gildur eins og blýant- ur. Þá væri plantan vel nærð. Með grennri ársprota væri hún í svelti. Þetta má vel kalla „gullnu regluna" um næringarástand á ungum reynivið. Kröfur til birtu. Hann er mjög skuggaþolinn í æsku og fram eftir aldri. Raunar eru svo kornungar fræplöntur flestra trjátegunda. Sannast þetta vel, þar sem ungar reyniviðarplöntur geta smeygt sér upp í gegnum mjög þéttan birki- skóg. Eru þær þá að sjálfsögðu nær krónulausar og ákaflega grannar. í slíku ástandi finnum við iðulega 4-6 m há tré. Nú erum við að sjá áhugaverð dæmi um það í Hallormsstaðaskógi, hvernig reyniviður er að mynda svokallaða neðri hæð í þéttum lerkiskógi. Ævilengd. Reyniviður telst frem- ur skammlíft tré miðað við marg- ar trjátegundir. Þetta fer þó áreiðanlega mjög eftir umhverfi. Enginn vafi er á, að hann lifir skemur við sjávarsíðuna en á þurrari svæðum. Það markast raunar talsvert af því, hve áleitin reyniátan er, sem er skæðasti óvinur hans hér á landi (sjá síð- ar). Elstu reynitré á fslandi standa á Skriðu í Hörgárdal, gróð- ursett 1820-1830. Víða um land standa í görðum reyniviðartré, sem gróðursett voru um alda- mótin 1900 og á næstu tveimur áratugum. Aldur villtra reynivið- artrjáa hefir alltof lftið verið kannaður. í maí 2002 voru borkjarnar teknir úr þremur stórum reynitrjám í Hallormstaðaskógi. Dr. Ólafur Eggertsson á Rannsóknastöðinni á Mógilsá aldursgreindi þá. Niðurstaða var þessi: • Elsta tréð var 106-108 ára. Það er hið gildasta í skóginum. •Hæsta villta reynitréð (11,90 m og 28,0 cm í þvermál) er 70 ára. • Tré, sem er um 10 m hátt og 30 cm í þvermál, er 90 ára gamalt. Rótarkerfi. Reyniviðnum er eðli- legt að hafa stólparót, enda hefir hann hana í djúpum jarðvegi. Fyrir því telst hann stormsterkt tré. En annars lagar rótin sig talsvert eftir aðstæðum í jarðvegi. í klettum geta ræturnar þrengt sér ótrúlega langt eftir sprungum í leit að vatni. Mynd 24. Einn mikilfenglegasti reyniviður landsins stendur einmana við rústir eyðibýlisins Gíslastaða í Grtmsnesi austan í Hestfjalli. Böðvar Guðmundsson telur, að á honum geti bulið sterkur norðaustanstrengur, þegar hann stendur þannig. En reynirinn lætur sem ekkert sé, ef dæma má eftir lögun krónunnar. Við höfum ekki mál á hæð trésins, en miðað við lengd girðingastaursins við hlið þess, gæti hæð trésins verið milli 8 og 9 m. Mynd: Böðvar Guðmundsson 2000. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.