Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 29
burður við gróðursetningu, sem
sjálfsagt er. Nokkuð má marka
líðan hans og þroska sem ung-
plöntu af gildleika ársprotans.
Hákon Bjarnason notaði þá ein-
földu viðmiðun, að ársprotinn
skyldi vera gildur eins og blýant-
ur. Þá væri plantan vel nærð.
Með grennri ársprota væri hún í
svelti. Þetta má vel kalla „gullnu
regluna" um næringarástand á
ungum reynivið.
Kröfur til birtu. Hann er mjög
skuggaþolinn í æsku og fram eftir
aldri. Raunar eru svo kornungar
fræplöntur flestra trjátegunda.
Sannast þetta vel, þar sem ungar
reyniviðarplöntur geta smeygt sér
upp í gegnum mjög þéttan birki-
skóg. Eru þær þá að sjálfsögðu
nær krónulausar og ákaflega
grannar. í slíku ástandi finnum
við iðulega 4-6 m há tré. Nú
erum við að sjá áhugaverð dæmi
um það í Hallormsstaðaskógi,
hvernig reyniviður er að mynda
svokallaða neðri hæð í þéttum
lerkiskógi.
Ævilengd. Reyniviður telst frem-
ur skammlíft tré miðað við marg-
ar trjátegundir. Þetta fer þó
áreiðanlega mjög eftir umhverfi.
Enginn vafi er á, að hann lifir
skemur við sjávarsíðuna en á
þurrari svæðum. Það markast
raunar talsvert af því, hve áleitin
reyniátan er, sem er skæðasti
óvinur hans hér á landi (sjá síð-
ar). Elstu reynitré á fslandi
standa á Skriðu í Hörgárdal, gróð-
ursett 1820-1830. Víða um land
standa í görðum reyniviðartré,
sem gróðursett voru um alda-
mótin 1900 og á næstu tveimur
áratugum. Aldur villtra reynivið-
artrjáa hefir alltof lftið verið
kannaður.
í maí 2002 voru borkjarnar
teknir úr þremur stórum
reynitrjám í Hallormstaðaskógi.
Dr. Ólafur Eggertsson á
Rannsóknastöðinni á Mógilsá
aldursgreindi þá. Niðurstaða var
þessi:
• Elsta tréð var 106-108 ára.
Það er hið gildasta í skóginum.
•Hæsta villta reynitréð (11,90
m og 28,0 cm í þvermál) er 70 ára.
• Tré, sem er um 10 m hátt og
30 cm í þvermál, er 90 ára gamalt.
Rótarkerfi. Reyniviðnum er eðli-
legt að hafa stólparót, enda hefir
hann hana í djúpum jarðvegi.
Fyrir því telst hann stormsterkt
tré. En annars lagar rótin sig
talsvert eftir aðstæðum í jarðvegi.
í klettum geta ræturnar þrengt sér
ótrúlega langt eftir sprungum í
leit að vatni.
Mynd 24. Einn mikilfenglegasti reyniviður landsins stendur einmana við rústir eyðibýlisins Gíslastaða í Grtmsnesi austan í
Hestfjalli. Böðvar Guðmundsson telur, að á honum geti bulið sterkur norðaustanstrengur, þegar hann stendur þannig. En
reynirinn lætur sem ekkert sé, ef dæma má eftir lögun krónunnar. Við höfum ekki mál á hæð trésins, en miðað við lengd
girðingastaursins við hlið þess, gæti hæð trésins verið milli 8 og 9 m. Mynd: Böðvar Guðmundsson 2000.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
27