Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 32

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 32
Grein var klippt af stofni reynivið- ar og stungið djúpt niður f holu, sem gerð var í jarðveginn með teini. Greinin festi rætur og upp óx margstofnatré. Grisjun reyniviðar í görðum er oftast sorglega ábótavant. Kucera og Næss (l.c.) telja æski- legt, að græn króna sé á helm- ingi bollengdar. Ef ætlunin er að nýta viðinn til einhvers konar smíða, er nauð- synlegt að saga greinar af boln- um smátt og smátt neðan frá og gera það meðan greinarnar eru grannar, 1-2 cm (Kucera og Næss l.c.). Sjúkdðmar og skordýr. Stutt og greinargott yfirlit um þetta er í bók Guðmundar Halldórssonar og Halldórs Sverrissonar (1997). (tarlegri lýsingu en íþessari bók á reyniátu hefir Halldór Sverris- son (1982) skrifað og er hér vísað á hana, ef einhverjir lesendur vilja kynna sér þennan mesta skaðvald á reyniviði nánar. Hér skal þó sögð ein reynslu- saga af reyniátu á Austurlandi: Reyniviður, sem gróðursettur var í görðum f Neskaupstað og fenginn úr gróðrarstöðinni á Hallormsstað, varð oft mjög skammlífur og var dánarorsökin reyniáta. Hann var nær allur ætt- aður af Upphéraði og frá Skafta- felli. Á bænum Skuggahlíð í Norðfirði, sem er í hlíðinni skammt innan við fjarðarbotninn, er mikill reyniviður í garðinum, gróðursettur um 1920 og sóttur í kjarrlendi skammt ofan við bæ- inn. Reyniáta hefir því ekki grandað honum enn. Þetta bendirtil þess, að hann hafi í sér viðnám gegn reyniátunni. Eins má geta þess, að á Hofi í Álftafirði eystra er í kirkjugarðin- um reyniviður, sem var gróður- settur 1906 og sóttur sem allstórt tré inn í Hofsskóg, sem er inni í Hofsdal. Hinir frægu reyniviðir á Skriðu í Hörgárdal, sem síðar verður sagt Mynd 26. Ungt reynitré í haustlitum á Hallormsstað. Mynd: S.Bl. 26-09-99. frá, eru orðnir meira en 170 ára gamlir, og lifa enn, þótt ellin sé farin að marka þá mikið. Beitarplanta. Hross og sauðfé sækjast mjög eftir laufi reynivið- arins og yngstu sprotum. Bæði þessi dýr sækja líka í að naga börk af reyniviðarbolum, og hafa þannig orðið margri reyniviðar- hríslunni í görðum að bráð. Um hvort tveggja er örugg vitneskja vfða af landinu. Höfundi eru kunn ótai dæmi af Austurlandi, sem tilgreina, að „garðarollurnar" svonefndu byrjuðu ætíð á reyni- viðnum, þegar þær höfðu brotist inn í garðinn. f þessu kann að liggja skýring á því, að í seinni tfð ber miklu meira á ungum reyniviðarplönt- um í skóglendum en áður. í klett- um, skriðum og hraunum var 30 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.