Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 42

Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 42
Sjá má hér við þennan bústað hve sjálfsprottinn loðvíðir hefur vaxið á 30 árum. Umhverfi hans hefur tekið miklum breytingum á 12 árum síðan myndin var tekin. Sitkagrenið hægra megin á myndinni hefur þurft að fjarlægja til að komast að bústaðnum, svo mikið hefur skóginum farið fram. ekkert verið borið á trén í áratugi. Það er e.t.v. batnandi tíðarfari að þakka og langri friðun landsins að árangur gróðursetningarinnar virðist sífellt fara batnandi. Um svipað leyti og Hnúka-girð- ingin var reist um 1963 drapst nánast öll ösp á Suðurlandi, þegar skyndilega gerði mikið vorfrost í aprílmánuði. Ösp var þvf aldrei sett niður og höfum við þvf sloppið við vandamál, sem henni hafa fylgt. Þrjá snjóavetur í röð 1989-'9i urðu grfðarlegar skemmdir í skóginum, en vegna langvarandi skafrennings hlóðst mikill snjór upp í kringum trén og mynduðust 5-6 metra háir skafl- ar. Snjóþunginn braut sfðan trén og var skógurinn útlits eins og loftárás hefði verið gerð. Leist okkur ekki á blikuna, virtist sem náttúran ætlaði að hefta skóg- ræktina og fór mikil vinna í að hreinsa brotnu trén úr skóginum. Þessi ósköp hafa ekki endurtekið sig. Það fylgja með nokkrar myndir, teknar við upphaf skóg- ræktar, aðrar sýna skemmdir eftir snjóaveturna miklu og svo loks nokkrar myndir sem sýna þá breytingu sem skógurinn hefur tekið. Trjátegundir Sitkagreni: Sitkagrenið er í sérflokki í skógrækt, a.m.k. á Suðurlandi og f Reykjavík, Heiðmörkinni, Skorradal, Hauka- dal og ekki hvað síst í Öskju- hlíðinni. Hið sama gildir í Ölvers- holtinu, sitkagrenið skilar lang- bestum árangri, þegar litið er til lengri tíma. Önnur tré vaxa e.t.v. hraðar fyrstu árin, en það er alveg ljóst, eftir 40 ár, að sitkagrenið er í algjörum sérflokki. Hæstu trén af þessari tegund eru um 11 metrar, sennilega 35 ára gömul. Sitkagrenið verður 350 - 800 ára gamalt f heimkynnum sínum og á Vancouvereyju í Kanada sá ég eitt slíkt 92ja metra hátt og mörg yfir 80 metra. Þetta er jafnframt eitt verðmesta tré sem ræktað er til nytja, þ.e. sérlega sterkt miðað við þyngd og var notað til flug- vélasmíði hér áður fyrr. Ég er sannfærður um að sitkagreni verður yfir 50 metra hátt á ís- landi, jafnvel á þeirri öld, sem nú er nýhafin. Nokkur almenn ráð: 1. Byrja á skjólbeltum, en þar má planta þétt. 2. Ekki planta of þétt, t.d. 1,5-2,5 m á milli grenitrjáa við góðar aðstæður. 3. Forðast að planta í beinum röðum. 4. Hafa pláss fyrir rjóður og stíga. 5. Planta ólfkum tegundum trjáa og vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. 6. Að lokum eru hér ákveðin varnaðarorð: Það er oft mikill spenningur og bjartsýni f byrjun og mikil áform um gróðursetningu, en síðan kemur bakslag, þegar fólk uppgötvar að skógrækt er þolinmæðisverk og oft á brattann að sækja, þannig að áríðandi er að planta trjám á hverju ári á mismunandi tímum árs, ekki of miklu f einu. Tfðarfar, árferði, þurrkatíð, jafnvel skordýr eða búsmali geta gert mikinn usla í skógræktinni og þá betra að hafa ekki of mikið undir í einu. Það er farsælast að vera viðbúinn nokkru mótlæti í byrjun og einsetja sér að planta, þrátt fyrir það, á hverju ári við ýmis tækifæri, með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum. Það verður því ánægjulegra, þegar litið er til baka síðar meir. Það sem er auðvelt, veitir ekki sömu ánægju og það sem eitthvað þarf að hafa fyrir. 40 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.