Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 50
Rofabarð, sem eyja í sandhafi, sýnir horfna grósku landsins. Þessi eyðimörk er á
Kasthvammsheiði ofan við Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Mynd: Þröstur
Eysteinsson.
Inngangur
Alþekkt eru orð Ara fróða um
gróðursæld íslands við landnám.
Sumir hafa þó talið þau hæpin í
meira lagi og f besta falli ýkjur.
En ef vitnisburðirnir eru skoðaðir
ber allt að sama brunni.
Vísindamenn og náttúrufræðing-
ar hafa sýnt fram á að í þessum
efnum hefur Ari haft það er
sannara reynist.21,38 Þetta hafa
frjókornarannsóknir f mýrum sýnt
fram á,44-45 öskulagarannsóknir,39
kolagrafir á sandbornum auðnum
landsins,13 fornminjar við
hálendisbrúnina,31 skráðar
frásagnir ásamt fornbréfum og
máldögum,40 landlýsingar,8
örnefni og bæjarnöfn24'42 og
jafnvel orðsifjafræði49'41 að
ógleymdum skógarleifunum
sjálfum. Þegar allt þetta er
skoðað þá verður manni ljóst að
lýsing Ara fróða er sönn og rétt.
Rúmlega ellefu alda byggð
hefur að mestu eytt skógum
landsins. Margir hafa reynt að
reikna út stærð skóglendis við
landnám og er almennt talið að
það hafi verið um 25 - 40% af
flatarmáli landsins. Fyrstu
tilraunir til slíkra útreikninga
gerði Hákon Bjarnason,
fyrrverandi skógræktarstjóri.
Niðurstöðurnar birti hann f
tímamótagrein íÁrsriti
Skógræktarfélagsins fyrir réttum
60 árum undir heitinu: „Ábúð og
örtröð".19 Hákon komst að þeirri
niðurstöðu að búseta mannsins
og rányrkja væri frumorsök
eyðingar jarðvegs og gróðurs.
Margir urðu til að mótmæla
þessu á sínum tfma, enda verður
hver maður sannleikanum
sárreiðastur. Síðan hafa margir
skoðað þessi mál og komist að
sömu niðurstöðu og Hákon.
Forsaga
Þegar norrænir víkingar tóku að
flytja til íslands tóku þeir með sér
bústofn sinn og þekkingu sem
þeir höfðu þróað með sér um
aldir á meginlandi Evrópu. Þeir
þekktu ekki hina viðkvæmu
náttúru landsins.35Fljótlega olli
landnámið því að landkostum
tók að hraka. Það er ekkert
einsdæmi að búseta manna leiði
til lakari landkosta. Gróður hefur
verið ofnýttur f öllum
heimsálfum.26 Á sfðari öldum
leiddi landnám Evrópubúa til
landeyðingar í N-Ameríku og
Ástralfu.1,2,35 Á Nýja-Sjálandi var
jarðvegseyðing í kjölfar landnáms
manna og grasbfta sláandi lík þvf
sem við þekkjum á fslandi.28
Einnig má nefna lyngheiðar eins
og þær sem eru á fótlandi og
vfðar í Evrópu. Þærerutaldar
hafa orðið til vegna vondra
búskaparhátta og ofbeitar í
margar aldir.5-22 Líkur hafa verið
Ieiddar að því að þverrandi
náttúruauðlindir hafi verið
.meðverkandi þáttur í hruni fornra
menningarríkja. Má í þessu
sambandi nefna hið forna Rómar-
veldi og fornrfki við árnar Efrat og
Tígris. Enn f dag sjást merki
rányrkjunnar á þessum slóðum.35
3-4 öldum fyrir Kristsburð er talið
að Mesopotamía hafi framfleytt
um 24-25 milljónum manna en
nú brauðfæðir það landsvæði um
4 milljónir.26 Þegar landgæðum
og menningu tók að hnigna á
þessum slóðum neyddust menn
til að breyta búskaparháttum
sínum. Landhnignunin leiddi til
þess að landbúnaðurinn fékk nýtt
hlutverk. Hann gat ekki lengur
framfleytt mörgum, en í staðinn
neyddust menn til að snúa sér að
geitum og sauðfé. Afurðir þeirra
eru ekki miklar, en duga vel fyrir
fátækar þjóðir til að skrimta.
Þótt þessar skepnur þrífist best á
góðum beitilöndum, þá komast
þær af á lélegum beitilöndum og
geta nýtt sér gróður sem aðrar
skepnur fúlsa við. í dag er því
víðast þannig farið að þar sem
hægt er að stunda arðbæran
framleiðslulandbúnað, þá er það
gert. Á jaðarsvæðum, þar sem
landkostir eru rýrir, verða menn
að láta sér geitur eða sauðfé
duga. Því miður er það svo að
land á ákaflega litla möguleika á
að ná fyrri grósku þegar það er
nauðbeitt af þessum skepnum
(mynd I).
Það þarf ekki að koma neinum
á óvart að íslendingar fóru
fljótlega að fjölga sauðfé sínu,
enda kemst það af með lítið.
Afleiðingarnar eru öllum ljósar
sem vilja sjá þær. Landið þoldi
ekki beitina. Hún kom í veg fyrir
eðlilega endurnýjun skóga og
spillti landinu víðast hvar. Ingvi
48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002