Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 51

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 51
Þorsteinsson27 telur að við landnám hafi um 65% landsins verið gróið, en nú er gróðurhulan aðeins á um 25% landsins. Ofbeitin fyrr á öldum var nauð- vörn fátækrar og fákunnugrar þjóðar fyrir lífi sínu. Land- og gróðureyðing var það gjald sem greiða þurfti til að halda lífi f þjóðinni.18 En nú er öldin önnur. Hvaða afsökun höfum við fyrir ofbeit í dag? Er þjóðin svona fátæk eða fákunnug? Hér verður ekkert fullyrt um þekkingarstig þjóðarinnar í heild, en fátæk er hún ekki. Sauðfjárrækt á íslandi Lengst af íslandssögunnar hefur meginþorri þjóðarinnar búið í sveitum og nær allir með sauðfé. Flestar ær eignuðust aðeins eitt lamb enda sauðféð ekki síst alið til mjólkur- og ullarframleiðslu þótt kjötið væri að sjálfsögðu nýtt. Heyöflun hefur sett því takmörk hve margt fé menn gátu alið, þótt fullorðnu fé hafi verið ætlað að bjarga sér á vetrarbeit. Mjaltir voru seinlegt verk og erfitt og hafa einnig átt sinn þátt f að takmarka fjölda sauðfjár á landinu.3 Með aukinni þéttbýlismyndun varð vinnuaflið dýrara og menn hættu smám saman að ala sauðkindur til mjólkurfram- leiðslu. Smám saman dró úr vetrarbeit, túnrækt jókst og öll fóðuröflun varð einfaldari. Að sjálfsögðu tóku menn þá að rækta afurðameiri skepnur, en einhverra hluta vegna notuðu menn ekki tækifærið til að draga úr sauðfjárrækt, heldur juku hana. Hefði markmiðið verið að auka framleiðni í landbúnaði hefðu menn ekki farið að fjölga sauðfé. Menn hefðu þá getað nýtt þetta tækifæri til að skipta um bústofn (sbr. töflu 1). Árið 1998 skiluðu fullorðnarær 1,67 lömbum til nytja að meðaltali. Hver ær skilaði þá af sér 26 kg meðaltalsfrálagi á ári. Afurðamesta sauðfjárbú landsins skilaði þá 37,4 kg frálagi.10 Tafla 1 sýnir frálag búfjár. Þar sem kjötframleiðsla er aukaafurð í kúabúskap er nautgripum sleppt í töflunni. Aldrei hefur verið fleira fé á íslandi en á 20. öldinni. Það gerðist þrátt fyrir að samhengið á milli landhnignunar og sauðfjárræktar hljóti að vera flestum mönnum ljóst. Landeyðing 20. aldar stafaði ekki af illri nauðsyn fátækrar þjóðar Mynd 3: Beitarfríir hólmar. Víða um Iand má sjá hólma og eyjar í ám og vötnum sem eru vaxnir víði (eins og hér) eða birki ef fé kemst ekki þangað. Slíkt má jafnvel sjá í jökulám þótt þær hafi varla iákvæð áhrif á hitastigið! Mynd: Sig.A. Tafla 1. Meðalfrálag búfjár á íslandi árið 1999 Ein sauðkind 26 kg Ein hæna 83 kg Eitt svín 1200 kg Byggtá10 Auðvitað segir svona tafla ekki alla söguna. Hún tekur ekki tillit til þess hversu stóran hluta frálagsins nýta þarf til viðhalds stofna. Hún segir heldur ekkert um það hvað kostar að framleiða eitt kg af kjöti af mismunandi skepnum. Hérlendis og erlendis er erfitt að reikna út raunkostnað við kjötframleiðslu vegna beinna og óbeinna styrkja. eins og forðum. Févarflestí landinu árið 1977 eða um 896.000 vetrarfóðraðar ær samkvæmt forðagæsluskýrslum.10 Þessi mikli fjárfjöldi leiddi til aukinnar ofbeitar á útjörð, þegar öll ytri skilyrði voru til að draga úr henni. Bent hefur verið á að skemmdir sem urðu á gróðri og jarðvegi þegar fé var flest á landinu eru ennþá sýnilegar.35 Til eru þeir, sem halda því fram að varla geti verið um ofbeit að ræða í dag. Vetrarbeit hefur létt og fénu hefur fækkað frá því það var flest. í því sambandi er rétt að geta þess að myndirnar sem fylgja þessari grein eru allar teknar á sfðasta áratug 20. aldarinnar. Fé hefur vissulega fækkað frá '77 en það verður að viður- kennast að sú fækkun segir ekki alla söguna. Ekki er færra fé á íslandi í dag en verið hefur að SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 49

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.