Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 76

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 76
Áhrif beitarfriðunar. Hér er kjarrskógur að vaxa upp á jökulaurunum við Skaftafell. Margir fuglar laðast að vöxtulegum gróðrin- um, t.d. rjúpur. Ljósm JÓH 1996. ekki sé hægt að útiloka það, eftir því sem skógar vaxa og dafna. Fjallafinka hefur lengi verið með algengustu haustflækingum hérálandi. Fjallafinkur fundust fyrst verpandi í Bæjarstaðaskógi um 1974 og síðan hafa þær fund- ist verpandi í öllum landshlutum flest ár. Þær hafa þó ekki náð fót- festu, enn sem komið er. Fugl- arnir eru að öllum líkindum far- fuglar og kann það að standa landnámi þeirra fyrir þrifum. Barrfinka fannst fyrst verpandi á Tumastöðum í Fljótshlíð árið 1994. Hún varp þar síðan í fjögur ár, auk þess sem hreiður fundust víðar á Suðurlandi og austur í Neskaupstað. Fuglarnir þreyðu hér þorrann og góuna og þvf var það trú manna, að þeir hefðu náð hér fótfestu. Síðan fréttist ekki af varpi fyrr en f Suðursveit sumarið 2001. Við teljum þó, að barrfink- an sé líkleg til að nema hér land, enda eru greni, elri og birki uppá- haldstré hennar og hún getur lif- að af veturinn, líkt og frændi hennar, auðnutittlingurinn. Krossnefur hellist stundum yfir landið í stórum hópum eða göngum. Þessar göngur kallast rásfar og þær eru taldar stafa af fæðuskorti í hefðbundnum heim- kynnum fuglsins, sem þeir leita til eftir varp. Göngurnar hefjast venjulega í júní og standa fram eftirsumri. Stærstu göngur und- anfarna hálfa öld voru sumrin 2001, 1990, 1985, 1972, 1966 og 1953. Varptfmi krossnefs er stillt- ur inn á fræþroska grenitrjáa og þess vegna verpa þeir oft á út- mánuðum. Krossnefir hafa sest að á hinum margvíslegustu stöð- um eftir slíkar göngur. Meðal annars þar sem greniskógur hefur verið ræktaður á sfðustu áratug- um, þar sem hann var ekki fyrir eins og í Austur-Anglíu á Englandi, f Skotlandi og á Jót- landi. Krossnefur hefur einu sinni orpið hér svo kunnugt sé, það var í lok nóvember 1994, en ungarnir drápust í hreti skömmu eftirklak19. Sumarið 2001 kom ein stærsta ganga sem sögur fara af og eru fuglar úr henni ennþá að sjást þegar þetta er ritað í maí 2002. Dómpápi er fugl, sem gæti numið land hér. Hann hefur ver- ið að sjást f vaxandi mæli á und- anförnum árum, t.d. kom ganga veturinn 1994-95, er meiraen 100 fuglar sáust. Fuglar hafa og fund- ist syngjandi að vorlagi. Dómpápi hefur breiðst út og honum fjölgað vegna skógræktar í nágrannalöndunum, líkt og t.d. glókollur og barrfinka. Hann lifir af veturinn hér, alla- vega þar sem honum er gefið og hefur því burði til að verða stað- fugl. Aðrir skógarfuglar, sem hafa orpið hér á landi eru trjátittlingur og mistilþröstur. Tilraun hefur staðið yfir á Héraði með að sleppa fashönum. Okkurerekki kunnugt um, hvernig þessari til- raun hefur reitt af, en fashaninn er skógarfugl. 74 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.