Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 76

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 76
Áhrif beitarfriðunar. Hér er kjarrskógur að vaxa upp á jökulaurunum við Skaftafell. Margir fuglar laðast að vöxtulegum gróðrin- um, t.d. rjúpur. Ljósm JÓH 1996. ekki sé hægt að útiloka það, eftir því sem skógar vaxa og dafna. Fjallafinka hefur lengi verið með algengustu haustflækingum hérálandi. Fjallafinkur fundust fyrst verpandi í Bæjarstaðaskógi um 1974 og síðan hafa þær fund- ist verpandi í öllum landshlutum flest ár. Þær hafa þó ekki náð fót- festu, enn sem komið er. Fugl- arnir eru að öllum líkindum far- fuglar og kann það að standa landnámi þeirra fyrir þrifum. Barrfinka fannst fyrst verpandi á Tumastöðum í Fljótshlíð árið 1994. Hún varp þar síðan í fjögur ár, auk þess sem hreiður fundust víðar á Suðurlandi og austur í Neskaupstað. Fuglarnir þreyðu hér þorrann og góuna og þvf var það trú manna, að þeir hefðu náð hér fótfestu. Síðan fréttist ekki af varpi fyrr en f Suðursveit sumarið 2001. Við teljum þó, að barrfink- an sé líkleg til að nema hér land, enda eru greni, elri og birki uppá- haldstré hennar og hún getur lif- að af veturinn, líkt og frændi hennar, auðnutittlingurinn. Krossnefur hellist stundum yfir landið í stórum hópum eða göngum. Þessar göngur kallast rásfar og þær eru taldar stafa af fæðuskorti í hefðbundnum heim- kynnum fuglsins, sem þeir leita til eftir varp. Göngurnar hefjast venjulega í júní og standa fram eftirsumri. Stærstu göngur und- anfarna hálfa öld voru sumrin 2001, 1990, 1985, 1972, 1966 og 1953. Varptfmi krossnefs er stillt- ur inn á fræþroska grenitrjáa og þess vegna verpa þeir oft á út- mánuðum. Krossnefir hafa sest að á hinum margvíslegustu stöð- um eftir slíkar göngur. Meðal annars þar sem greniskógur hefur verið ræktaður á sfðustu áratug- um, þar sem hann var ekki fyrir eins og í Austur-Anglíu á Englandi, f Skotlandi og á Jót- landi. Krossnefur hefur einu sinni orpið hér svo kunnugt sé, það var í lok nóvember 1994, en ungarnir drápust í hreti skömmu eftirklak19. Sumarið 2001 kom ein stærsta ganga sem sögur fara af og eru fuglar úr henni ennþá að sjást þegar þetta er ritað í maí 2002. Dómpápi er fugl, sem gæti numið land hér. Hann hefur ver- ið að sjást f vaxandi mæli á und- anförnum árum, t.d. kom ganga veturinn 1994-95, er meiraen 100 fuglar sáust. Fuglar hafa og fund- ist syngjandi að vorlagi. Dómpápi hefur breiðst út og honum fjölgað vegna skógræktar í nágrannalöndunum, líkt og t.d. glókollur og barrfinka. Hann lifir af veturinn hér, alla- vega þar sem honum er gefið og hefur því burði til að verða stað- fugl. Aðrir skógarfuglar, sem hafa orpið hér á landi eru trjátittlingur og mistilþröstur. Tilraun hefur staðið yfir á Héraði með að sleppa fashönum. Okkurerekki kunnugt um, hvernig þessari til- raun hefur reitt af, en fashaninn er skógarfugl. 74 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.