Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 77
Af framansögðu er ljóst, að
talsvert þarf til, svo að ný fugla-
tegund nái hér fótfestu sem fast-
ur borgari í íslensku fuglaríki,
Mörgum fuglum hefur gengið vel
að koma ungum á legg, en það
virðist ekki vera nóg. Við skulum
nú skoða, hvað fugl þarf til að
bera, til ná þessum áfanga.
Hin erfiða farleið til landsins er
örugglega einn helsti takmark-
andi þátturinn fyrir landnámi
fugla og ýmissa annarra dýra hér
á landi. Átta hundruð kílómetra
flugleið yfir úfið Atlantshafið, er
stysta leiðin frá Skotlandi. Þessi
langa og tvfsýna farleið veldur
því, að litlir stofnar farfugla úr
hópi landfugla eiga erfitt upp-
dráttar. Það eru vafalaust tals-
verð afföll f hafi af smávöxnum
vað- og spörfuglum, en stofnar
fugla eins og sandlóu, lóuþræls,
þúfutittlings, maríuerlu, skógar-
þrastar og steindepils sem verpa
hér eru stórir og sterkir og ættu
þeir að þola slíkt. Allflestir þeirra
fugla, sem námu land á síðustu
öld og eru jafnframt farfuglar, eru
fuglar sem geta sest á sjó.
Nýjasti landneminn, sem ekki er
skógarfugl, er brandönd, en með-
al þeirra fugla sem námu land á
síðustu öld og eru farfuglar eru
helsingi, skúfönd, hettumáfur og
sílamáfur. Þeir spörfuglar sem
námu land, hafa allir gerst stað-
fuglar, svartþröstur, glókollur,
stari og gráspör. Bjargdúfan er
og staðfugl. Hún nam land á 20.
öld og er varpkjörlendi hennar í
klettum. Eini landfuglinn, sem
telst til landnema síðustu aldar
og fellur ekki undir þessa skil-
greiningu, er branduglan. Hún er
að mestu farfugl.
Vætusöm veðrátta og fábreytt
skordýralíf hefur verið nefnt sem
annar takmarkandi þáttur fyrir
vexti og viðgangi fjölbreyttari
spörfuglafánu. Okkur finnast
þetta ekki sannfærandi rök, þar
sem nýjum fuglum, sem hér hafa
reynt varp, hefur alla jafna gengið
vel að koma ungum á legg.
Auknar hrakningar sumra skógar-
fugla hingað til lands, má tengja
við aukna útbreiðslu þeirra í Evr-
ópu og fjölgun í sumum stofnum,
t.d hjá barrfinku og krossnefi í
tengslum við aukna rækt barr-
trjáa í Skotlandi, á Jótlandi eða í
Vestur-Noregi2 o.fl.17
Að minnsta kosti tveir fuglar
hafa að öllum líkindum fest sig í
sessi eftir stórar göngur að haust-
lagi. Þetta eru stari og glókollur.
Starinn hóf að verpa á Innnesjum
vorið 1960, eftir mikla göngu
haustið 1959. Síðan hefur ekki
orðið lát á, en staravarp, sem
hófst í klettum á Hornafirði um
1940, leið undir lok16. Talið er, að
glókollurinn hafi farið að verpa
hér eftir göngu haustið 19956.
Eftir þvf sem skógar vaxa og
dafna á íslandi og með aukinni
ræktun trjáa í görðum, aukast lfk-
urnar á landnámi nýrra fuglateg-
unda úr hópi skógarfugla. Einnig
er sýnilegt, að innlendir fuglar
sem kjósa trjágróður sem kjör-
lendi sitt, eru að auka útbreiðslu
sfna. Landnámið gengur þó
mjög misvel og ræður sennilega
erfið farleið til og frá íslandi
mestu þar um og sést það meðal
annars á því, að hinar fjórar nýju
tegundir spörfugla í fánu lands-
ins hafa allar gerst staðfuglar
hérlendis. Hinn mikli fjöldi
hrakningsfugla sem berst til
landsins vor og haust eykur þó
verulega líkurnar á að nýrra varp-
fugla sé að vænta, ef kjörlendi er
til staðar.
Krossnefskerling að tína fiðrildalirfur af birki. Krossnefurinn er sérhæfður að lífi í
greniskógum og gæti numið hér land með aukinni ræktun grenitrjáa. Ljósm. JÓH
2001.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
75