Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 84

Skógræktarritið - 15.05.2002, Page 84
...rann Vífilsstaðalækurinn meðfram hrauninu (B.J.). Með bæjarstjóranum, Asdísi Höllu Bragadóttur, og formanni Skógræktarfélags Garðabæjar, Erlu Bil Bjarnardóttur (B.J.). Það var einmitt í Lundamóa sem félagar í Skógræktarfélagi Hafnar- fjarðar og Garðabæjar hófu gróðursetningu árið 1984 undir stjórn Ólafs Vilhjálmssonar, þáverandi formanns félagsins. Skógræktarfélag Garðabæjar var hinsvegar stofnað nokkrum árum sfðar, eða 24. nóvember 1988. f skógargöngunni þetta fimmtudagskvöld í júní var sfðan gengið að Vífilsstöðum, þar sem Vffilsstaðahælið um 1920, en neðar stóð Vífilsstaðabærinn miðja vegu milli hælisins og lækjarins. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hrafnkell Helgason, fyrrverandi yfirlæknir, var heiðraður fyrir velvild hans f garð skógræktar- félags Garðabæjar, bæði er hann veitti þvf aðstöðu á Vífilsstöðum og svo síðar þegar leitað var eftir reitum til skógræktar í landi spftalans. Að því loknu var geng- ið um trjálundina tvo sem nú setja mikinn svip á umhverfi Vff- ilsstaða og eiga sér langa sögu sem hér verður rifjuð upp. Vífilsstaðir eru áberandi kennileiti í Garðabæ og hafa ver- ið f byggð síðan á landnámsöld. Landnámabók greinir frá því að ,,Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vffilsstöðum". Um siða- skiptin eru heimildir fyrir því að jörðin var í eigu Viðeyjarklaust- urs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja Vífilsstaði'. Heilsuhælið á Vífilsstöðum, teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara, var reist á árunum 1908-10 fyrir tilstuðlan Heilsu- hælisfélagsins og var kostað af gjafafé, styrk frá alþingi og með lánum. Það tóktil starfa 5.sept- ember 1910 og kostaði uppkomið 300 þús. krónur2. Þá stóð gamli Vífilsstaðabærinn íVífils- staðatúni vestanverðu, miðja vegu milli hælisins og lækjarins og voru garðar um túnið að vest- an, austan og norðan. Frá alfara- leiðinni á melunum norður af lágu traðir frá túnhliðinu niður og heim að bænum og sfðan lá stfgur frá bænum að læknum3. Síðustu ábúendur Vífilsstaða- bæjarins fluttu þaðan á öðrum áratug sfðustu aldar4. Þegar hælið var nýreist voru þar gróðurlausir melar og fúa- mýri ein mikil, sem nefnd var Vetrarmýri, en þar er nú golf- völlur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Strax á fyrstu árun- um var töluvert girt, gróðursett og lagt undir ræktun í kringum hælið eins og kemur fram í sam- tíma lýsingu Rögnvaldar Ólafs- sonar á hælinu5. Sigurður Magn- ússon, fyrsti yfirlæknir (1910-38) hælisins, var ötull talsmaður gróðurbóta og taldi nauðsynlegt að rækta landið kringum hælið, ,,ekki aðeins til að afla mjólkur og garðávaxta, heldur einnig, og jafnvel fremur, til þess að prýða staðinn og gera hann vistlegri fyrir sjúklingana, því fáskrúðugt umhverfi þyngir geðið"6. Heilsuhælisfélagið stóð fyrir rekstri hælisins til ársloka 1915, og í reikningum þess kemur fram að „skógræktarkostnaður" hafi verið gjaldfærður árin 1912 og 1913, samtals að upphæð kr.1308,207. Ríkið tók við rekstri hælisins 1. janúar 1916 og það árvarbyggt fjós og stofnað kúabú og upp frá því varð túnræktin á Vífilsstöðum 82 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.