Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 92

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 92
2. mynd. Jónsskógur á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði - 15-20 m há lerkitré sem þekja 2,2 ha svæði. Þarna blandast fáum hugur að um raunverulegan skóg er að ræða. Mynd: BDS. farið fram fyrir 2008 þegar fyrsta viðmiðunartímabil Kyotobókun- arinnar hefst. Unnið er nú að undirbúningi íslenskrar lands- úttektar á flatarmáli, viðar- og kolefnisforða íslenskra skóga á Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá í samvinnu við Land- búnaðarráðuneytið, Skógræktar- félag fslands og Landshluta- bundnu skógræktarverkefnin. Á síðustu árum hefur átt sér stað töluverð umræða um að finna þurfi eina alþjóðlega skil- greiningu á skógi vegna kolefnis- bindingarákvæða Kyotobókun- arinnar. Það hefur hinsvegar reynst þrautin þyngri vegna mismunandi hefða og skógar- gerða milli landa23. Ýmis Afrfku- ríki hafa t.d. skilgreiningar sem kveða á um að skógar þurfi að hafa 15 m Iágmarkshæð (Tafla 1). í flestum rfkjum Norður-Evrópu þurfa tré að vera 3-6 m á hæð og þekja 0,05-0,5 ha svæði til að teljast skógur, meðan Norður- löndin, utan Danmerkur, hafa fremur notað skilgreiningu sem byggir á lágmarks bolviðarvexti (Tafla 1). í stað einnar stífrar skilgreiningar á gildum „Kyoto- skógi" var því eftirfarandi skil- greining samþykkt á fundi aðildarríkja UNFCCC f Marrakesh í Marokkó í nóvember síðast liðnum4: „Trjávaxið svæði sem þekur minnst 0,05-1 ha og þar sem fullþroska tré ná minnst 2-5 m hæð og 10-30% krónuþekju" (ísl. þýðing BDS). Það er síðan hvers aðildarrfkis að Kyotobókuninni að ákveða nánari skilgreiningu á skógum sínum, þar sem stærð, hæð og krónuþekja verður að vera innan þess bils sem gefið er hér að ofan. Þessi skilgreining er efna- hagslega mikilvæg vegna frá- dráttar kolefnisbindingar slfkra skóga frá losun gróðurhúsaloft- tegunda frá iðnaði og öðrum mannanna verkum. íslenskar heimiidir um hvað er skógur Samkvæmt orðabók Menning- arsjóðs er skógur „Landsvæði vaxið trjám"5. Tré er þar „(stórvaxin) fjölær planta sem bætir árlega við sig árhring úr viði (venjulega með einn heilan stofn)". Þó að ekki sé hægt að finna nákvæmari skilgreiningar á hugtakinu skógi og skyldum orðum í orðabók Menningar- sjóðs, þá virðist sem að það sé almennur skilningur hérlendis að trjágróður þurfi að vera meira en mannhæð (eða um 2 m) til að kallast raunverulegur skógur, en óljósara er hvort skógar hafa einhverja lágmarksstærð eða krónuþekju. Þetta sjónarmið fékkst t.d. staðfest þegar nem- endur Garðyrkjuskólans voru beðnir að skilgreina „skóg" út frá stærð svæðis, trjáhæð og krónu- þekju nú í vetur. Hjá Sameinuðu þjóðunum er íslenskur skógur skilgreindur sem allt trjávaxið land stærra en 0,25 ha og þar sem trén ná meira en 1-2 m hæð3. Ekki er ljóst hvaðan þessar upplýsingar hafa borist. í samantekt FAO á skógum jarðar studdust íslendingar hinsvegar við 5 m lágmarkshæð þegar upplýsingar um flatarmál skóga var sent út (Tafla 1, Þröstur Eysteinsson 2001, munnl. uppl.). í óbirtu handriti Þorbergs Hjalta Jónssonar (2002, skrifl. heimild) um íslenska birkiskóginn, miðaði hann við að trjáþyrpingar þyrftu að ná 4 m hæð til að geta talist raunverulegur skógur. Þegar þyrpingarnar voru 2-4 m á hæð nefndi hann það kjarrskóg. Snorri Sigurðsson6 skilgreindi birkiskóg hinsvegar sem svæði þar sem tré ná 2 m hæð. Þessari skilgrein- ingu hefur verið fylgt í báðum landsúttektunum sem fram hafa farið á útbreiðslu birkis hér á landi7. Ef hæðarskilgreining Þorbergs 90 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.