Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 3

Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 3
Leiðari Ágætu lesendur. Hvað kemur umhverfisvernd þverlaki við. Endur fyrir löngu hugkvæmdist einhverri snarráðri sjúkrasystur að leggja tvöfalt lak yfir rúmið þar sem mest mæðir á. Þetta snjallræði hefur sparað hjúkrunarfólki erfiði og sjúklingum byltur og brölt í áraraðir. I þá daga var verðandi hjúkrunarkonum gert að temja sér reglusemi, útsjóna- semi og nýtni í hvívetna. Þá var ekki bruðlað með neitt. Eins og hendi væri veifað kom heimsstyrjöldin síðari og í kjölfar hennar breyttist íslenskt bændaþjóðfélag í neysluþjóðfélag nútímans. Þá fækkaði þeim gömlu konum sem kunnu listina að nýta hlutina og geymdu samanbrotinn jóla- pappír á rúmbotnum sínum. Breytinganna gætti einnig inni á sjúkrahúsum. Þar þurfti ekki lengur að nota tímann á næturvöktum til að rúlla upp teygjubind- um, honum þótti betur varið í það að bólstra rúm. Með tímanum þróaðist þessi bólstrunartækni í það sem nú tíðkast. Dínuver, plast, lak, tveir plastfóðr- aðir pappírsferningar, þverlak og að lokum aftur pappírsferningar ofan á allt saman. Prinsessan á bauninni hefði vart orðið baunarinnar vör í gegnum allt þetta. Það er þægilegt að skipta um plastfóðruðu pappírsferningana ef rúmið blotnar eða óhreinkast og einkar auðvelt að losa sig við þá í ruslið, að sjálf- sögðu innpakkaða í plast. Því miður er þetta dýrt í notkun, ekki peninganna vegna því að vissulega sparar þetta þvotta og þar með fé, heldur vegna nátt- úrunnar. Þegar svo öllu er á botninn hvolft er ekki úr vegi að spyrja: Til hvers er þverlakið eiginlega? Umbúnaður rúma er ekki það eina. Framboð á alls kyns einnota sjúkrahús- varningi er næstum óþrjótandi. Þar er ekki einungis um að ræða nauðsynlega einnota hluti eins og sprautur og nálar. Glös og hnífapör úr plasti, nýrnabakk- ar, álbakkar, undirbreiðslur og skiptibakkar. Allt fer þetta beina leið í ruslið að lokinni fýrstu notkun. Sumt er hægt að sótthreinsa og endurnýta en það er sjaldan gert. Það borgar sig ekki peningalega. Það fóru 300 tonn af pappír í nýju símaskrána. Hvað skyldu vera notuð mörg tonn í eyðublöð, ljósrit og tölvupappír á sjúkrahúsum landsmanna? Þar er um að ræða bleiktan, glænýjan pappír, unninn úr ijölmörgum trjám sem stöðugt verða fágætari á jörðinni. Á sum eyðublöðin er aldrei skrifað meira en eitt nafn og stundum er sömu upplýsingarnar að finna á mörgum stöðum. Stundum gleymast heilu bunkarnir af slíkum blöðum ofan í skúffu og þegar þeir finnast er það eins og með þverlökin að enginn man lengur til hvers þau voru í upphafi. I þessu sambandi má ekki gleyma ýmsum efnum sem eru notuð í ríkari mæli á sjúkrastofnunum en víðast annars staðar. Það hefur verið lenska hér að skola úrgangslyfjum niður um vaska lyíjaherbergja. Frumudrepandi lyf, sýklalyf, sóttvarnar- og hreinsiefni hverfa þannig niður í holræsakerfið og sigla með öðru skólpi út í sjó. Annað af tvennu getur vel gerst með þessu áframhaldi. Annars vegar getur verið að úrgangur frá spítölunum verði vandlaga rotvarinn og þar með endingargóður í sjónum en hins vegar að það takist að rækta upp sérlega sterka og þolna bakteríustofna sem mannkynið hefur enn ekki komist í kynni við. Þá er hætt við að einnota varningur dugi skammt til hjálpar. Eru ekki allir að verða leiðir á að hugsa um peningasparnað? Hvernig væri að hugsa um náttúrusparnað í staðinn og nota ekki einnota varning nema þegar nauðsyn krefur? Þannig koma þverlökin umhverfisvernd við. Efnisyfirlit Leiðari 1 Marga Thome Hjúkrun, heilbrigði, umhverfi 2 Kristín Björnsdóttir Kvennarannsóknir og hjúkrunarfræði 4 Elín J.G. Hafsteinsdóttir Gyða Baldursdóttir Kiínísk hjúkrun, fortíð-nútíð-framtíð, séð með augum hjúkrunar- fræðingsins 10 Jóna Siggeirsdóttir Þórunn Pálsdóttir Streita í starfi hjúkrunarfræðinga á geðdeild 13 Sigþrúður Ingimundardóttir Vits er þörf þeim sem víða ratar 18 Ásta Möller Um menntunarmál háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga 20 Ragnheiður Haraldsdóttir Viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga 22 Sigríður Halldórsdóttir Sérskipulagt B.S. nám i hjúkrunar- fræði fyrir hjúkrunarfræðinga 23 Þorgerður Ragnarsdóttir Gæfa að fá að starfa við hjúkrun Viðtal við Maríu Pétursdóttur 24 Upplýsingar fyrir greinarhöfunda 27 Sigríður Halldórsdóttir Umhyggjuleysi í hjúkrun — frá sjónarhóli sjúklinga 28 Erna Haraldsdóttir Aðhlynning deyjandi fólks á sjúkradeild 32 Inga Þórsdóttir Næringarástand 35 Fræðsluefni á Borgarspítaianum 40 Tímarit Fhh 1. tbl. 7. árg. 1990 Útgefandi: Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræð inga Lágmúla 7 108 Reykjavík Ritnefnd: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgerður Ragnarsdóttir Gjaldkeri: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Dreifingarstjóri: Theodóra Reynisdóttir Varamenn: Ingibjörg Leifsdóttir Dagný Zoéga Forsíða: Einnota veisla Ljósmyndir: Þorgerður Ragnarsdóttir Fjöldi eintaka: 1000 Setning og prentun: Steindórsprent hf. 1 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.