Tímarit FHH - 01.09.1990, Qupperneq 4
Hjúkrun, heilbrigði og
umhverfi
Greinin byggist á erindi, sem var flutt á ráðstefnu í tilefni Alþjóðadags
hjúkrunarfræðinga 12. maí 1990, sem skipulögð var af HFI og Fhh.
Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga, ICN valdi deginum kjörorðið „Hjúkr-
unarfræðingurinn og umhverfið“.
Marga Thome
Alþjóðasamband hjúkrunarfrœðinga, sem minntist 12. maí, ajmælis Florence
Nightingale með hjúkrunarfrœðingum um allan heim, hefur sent aðildarfélögum
hvatningarorð til að rœða um umhverfið í tilefni dagsins eins og það tengist heil-
brigði og hjúkrun.
,,Umhverfismál“ eru orðin jafnmikilvœg mál í kosningabaráttu flestra lýðræðis-
þjóða og efnahagsmál. Umræðan um umhverfið setur óneitanlega svip á fjölmiðla.
Umhverfisvemd er orðin að námsgrein í mörgum skólum og ,,umhverfisréttur“ er
að þróast innan Alþjóðaréttar. Umhverfi og vemdun þess er komið á hvers manns
varir þar sem mikið er í húfi. Mengun og eyðing náttúrunnar hafa nú þegar geig-
vænleg áhrifá lífog heilsu manna. Þess vegna skiptir umhverfisvemd og aðgerðir
til að stemma stigu við mengun hjúkmnarfrœðinga sem heilbrigðisstétt miklu máli.
I þessari grein er leitast við að varpa Ijósi á afskipti hjúkrunarfræðinga af urn-
hverfi sjúklinga í sögunni til að skýra skilning þeirra á umhverfi á ólíkum tímum.
Skýrt er frá rannsóknum, sem geta vísað veginn við að skipuleggja umhverfi sjúk-
linga með þarfir þeirra í huga. I heilsuvemd skiptir umhverfið miklu máli, bæði til
að viðhalda heilsu og til að fyrirbyggja sjúkdóma. Bent er á efiii tengt umhverfi og
heilsuvemd.
Umhverfið í sögu hjúkrunar
Afskipti hjúkrunarfræðinga af um-
hverfinu með tilliti til heilsu og líðan
sjúkra eru ekki ný af nálinni. Florence
Nightingale vakti athygli með tveimur
ritum á umhverfi sjúklinga með tilliti til
heilsu. Þau eru: „Notes on Nursing"
(1859) og „Notes on Hospital“ (1859).
I fyrra ritinu fjallar hún um þörf sjúk-
linga fyrir hreint loft, tempraðan hita,
birtu, hreinlæti, ró, fjölbreytni í sjúkra-
stofum, hlýtt viðmót, svo og reglu og
skipulag í daglegu lífi. Hún trúði því að
bati sjúklinga væri háður ofangreindum
þáttum. Þessari hugmynd er best lýst í
frægu orðatiltæki hennar, „put the pati-
ent in the best possible condition and let
nature act upon him“, sem má þýða á
þann veg að sé umhverfi sjúklinga í góðu
ástandi muni náttúran eða kraítar, sem
búa innra með manni, virkja bata innan
frá. Ekki er hægt að mæla á móti því
sannleiksgildi, sem felst í þessari hug-
mynd.
I seinna ritinu lýsir hún hönnun sjúkra-
deilda og bygginga, sem geta stuðlað að
bata þegar eítirfarandi atriði eru höíð
huga við smíði og innréttingu þeirra: ör-
yggi, hreinlæti, birta, hreint loft og íjöl-
breytni í skipulagningu. Auk þess fjallar
hún um æskilega staðsetningu sjúkrahúsa
Einnota veisla.
og hvernig eigi að standa að vatnsleiðsl-
um og skolpfrárennsli til að fyrirbyggja
sýkingar og truflandi áhrif á líðan sjúk-
linga. A hennar dögum var mönnum ekki
almennt ljóst samband smitbera í um-
hverfmu og sýkingar í fólki. Vísindin
voru ekki búin að sanna tilvist sýkla og
veira sem smitvalda. Hreinlæti var víða
ábótavant og varð mörgum sjúklingum
að bana. Aðgerðir F. Nightingale til að
bæta umhverfi og aðbúnað sjúklinga
drógu úr sýkingum og farsóttum svo um
munaði. Hún gat sýnt fram á árangur að-
gerða sinna með tölulegum staðreyndum
og varð þar með fyrsti hjúkrunarfræðing-
urnn sem beitti tölfræði til að meta árang-
ur hjúkrunar (Reid N.G., Boore J.R.P,
1987).
Heimildir um líknandi fólk, sem var
sér meðvitað um áhrif umhverfis á heilsu
og líðan, eru mun eldri en frá dögum F.
Nightingale. Þær fmnast t.d. á Vestur-
löndum í klaustrum, þar sem nunnur
stunduðu líknarstörf. Einn frægur full-
trúi slíkrar þekkingar er nunnan Hilde-
gard v. Bingen, sem var uppi á 12. öld
við Rínarfljót. Hennar skoðun á náttúr-
unni átti rætur sínar í trúnni á guð sem
skapara alls lífs. Hún lýsti lífssýn sinni í
nokkrum ritum, sem fræðimenn okkar
daga eru nú að rannsaka á ný, þar sem
menn eru að vakna til vitundar um þau
sannindi að allt líf sé samtvinnað. Rök-
rétt afleiðing lífsýnar Hildegardar var ná-
ið og jafnvægiskennt samband við
náttúruna ásamt skynsamlegri nýtingu
auðlinda hennar. Hún trúði því að náttúr-
an gæfi allt sem þyrfti til að lækna fólk.
Plöntur og steinar urðu því mikilvæg
meðul í hennar höndum. Steinalækning-
ar, sem hún skrifaði um, eru á ný þróað-
ar af læknum (Hertzka G.,Strehlow W„
1986). Umhyggjan fyrir mönnum var
lykilatriði í lífi hennar og því helgaði
hún sig að miklu leyti líknarstarfi, sem
gerði hana að fyrirrennara hjúkrunar-
fræðinga. Hún var lista- og fræðimaður í
senn og teljast ritverk, tónlist og myndir
hennar merkilegt framlag til miðalda-
menningar Evrópu. Effirfarandi kjörorð
Marga Thome er dósent við námsbraut í
hjúkrunarfræði við H.í. Hún stundaði
hjúkrunamám í Þýskalandi og ljósmóður-
fræði í Sviss. Hjúkrunarkennarapróf tók
hún í Þýskalandi og lauk M.Sc. prófi í
hjúkrunarfræði í Bretlandi 1977.
1985—86 stundaði hún framhaldsnám í
hjúkmnarrannsóknum við Edinborgarhá-
skóla. Hún hefur starfað sem hjúkrunar-
fræðingur og ljósmóðir.
2
Tímarit Fhh