Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 17

Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 17
mennur hjúkrunarfræðingur, deildar- stjóri, hjúkrunarframkvæmdastjóri). Svarendur voru beðnir um umsögn um starfsanda á deildinni (mjög góður, góð- ur, þokkalegur og slæmur). Á sama hátt var einnig skráð stjórnun á deildinni, ár- angur meðferðar og upplýsingastreymi. Um árangur var spurt á þann hátt að við- komandi þurfti að segja til um hversu oft hann eða hún þyrfti að leggja hart að sér við hjúkrunina án þess að ná árangi (nær alltaf, oft, stundum, sjaldan og nær aldrei). Þá var spurt um tillitsleysi þann- ig að taka þurfti afstöðu til fullyrðingar- innar „tillitsleysi annarra starfshópa gagnvart starfi hjúkrunarfræðinga er mik- ið“ á skala 1—5. Á sama hátt voru tvær aðrar fullyrðingar skráðar, árangur með- ferða, „erfítt er að sjá árangur í meðferð geðsjúkra“ og viðurkenning „hjúkrunar- fræðingar fá ekki nægilega viðurkenn- ingu fyrir störf sín frá yfirboðurum símim“. Niðurstöður Við höfum kosið að ræða niðurstöður úr rannsókninni í tvennu lagi. Fyrst verð- ur greint frá niðurstöðum sem lýsa því hvaða atriði hafa áhrif á streitu í starfmu. Síðan verða ræddar niðurstöður er feng- ust þegar fylgnigreiningu var beitt til þess að vinna úr gögnunum. Hvaða þœttir hafa áhrif á streitu ? I spurningalistanum voru nefnd 13 at- riði sem hjúkrunarfræðingarnir voru beðnir um að meta með tilliti til þess hversu mikil áhrif þau hefðu á streitu í starfi. Þessi atriði eru: virðingarleysi annarra starfshópa fyrir störfunum, virð- ingarleysi lækna fyrir störfunum, ónóg tjáskipti milli starfsstétta, léleg starfsað- staða, vandamál einstakra sjúklinga, vinnutími, skilningsleysi aðstandenda, ójafnt vinnuálag, órólegir sjúklingar, hættulegir sjúklingar, skortur á sérhæfðu starfsfólki, ör mannaskipti og of fátt starfsfólk. Mynd 2 sýnir niðurstöður. Það mætti flokka streituvaldana niður í þrjá megin flokka. í fyrsta flokk koma at- riði sem tengd eru stjórnun og/eða mönn- un og skipulagi deilda. I öðrum flokki eru atriði sem tengjast sjúklingnum. í þriðja flokk koma svo atriði sem tengjast samskiptum við aðra starfshópa. Þegar myndin er skoðuð sést að þau at- riði sem hjúkrunarfræðingar töldu valda mestri streitu eru tengd mönnun deilda. Þannig töldu 70,1% að skortur á sér- hæfðu starfsfólki ylli mjög mikilli streitu og 25,4% töldu það sama valda mikilli streitu. Þá sögðu 52,9% svarenda að of fátt starfsfólk ylli mjög mikilli streitu og 39,7% sögðu það sama valda mikilli streitu. Ör mannaskipti voru einnig nefnd sem mikill streituvaldur. Tæplega 59% töldu þau valda mjög mikilli streitu og 36,8% töldu þau valda mikilli streitu. í þessu sambandi má nefna að á geð- deildum starfa aðstoðarmenn við hjúkr- un. Þeir eru ófaglærðir fyrir utan tiltölulega stutt námskeið sem þeir taka. Aðstoðarmenn þessir eru fremur illa launaðir og eru mannaskipti tíð í hópn- um. Sá óstöðugleiki sem skapast vegna örra mannaskipta aðstoðarfólks eykur streitu og vinnuálag á hjúkrunarfræðing- ana. Jafnframt þessu hefur hjúkrunar- fræðingaskorturinn leitt til þess að oft eru færri hjúkrunarfræðingar á vakt en nauðsynlegt er til þess að anna þeim verkefnum sem fyrir liggja. Svipaðar niðurstöður fékk Óskins (1979) í rann- sókn sinni á gjörgæsludeildum þar sem nefndir voru 12 streituvaldandi þættir á gjörgæsludeildum. I niðurstöðum hans kom meðal annars í ljós að hjúkrunar- fræðingar voru sammála um að of fátt og oft reynslulítið starfsfólk orsakaði mikla streitu í starfí þeirra. Vinnuálag á geðdeildum er breytilegt og getur á ákveðnum timum orðið mjög mikið. Þetta veldur einnig töluverðri streitu. Þannig sögðu 31,8% hjúkrunar- fræðinganna að mikið vinnuálag valdi mjög mikilli streitu, en 39,4% sögðu það valda mikilli streitu. I rannsókn Lobb og Reid (1987) þar sem hjúkrunarfræðingar voru beðnir um að raða þeim þáttum, sem væru mest streituvaldandi, í for- gangsröð, nefndu flestir of mikið vinnu- álag. Þá sögðu hjúkrunarfræðingarnir einnig að vinnuaðstaða valdi streitu. Tæplega 26% sögðu að vinnutími valdi mjög mikilli streitu og 47 % töldu hann valda mikilli streitu. Samsvarandi tölur varðandi vinnuaðstöðu voru 19,4% og 50,7%. Sé litið á þætti sem tengjast um- önnun sjúklinganna kemur í ljós að tæp- lega 21% svarenda töldu vandamál ein- stakra sjúklinga valda mjög mikilli streitu og 50,7% töldu það valda mikilli streitu. Einungis um það bil 9% hjúkrun- arfræðinganna töldu að skilningleysi að- standenda valdi mjög mikilli streitu og tæplega 24% töldu það valda mikilli streitu. Þessir þættir valda þannig minni streitu en þættir sem tengjast mönnun og skipulagi deilda. Það vekur sérstaka at- hygli að þeir þættir sem tengjast umönn- un sjúklinganna og valda hvað mestri streitu eru „hættulegir og órólegir sjúk- lingar“. Þannig töldu 61,8% hjúkrunar- fræðinga að hættulegir sjúklingar valdi mjög mikilli streitu hjá hjúkrunarfræð- ingunum en 25% telja þá valda mikilli streitu. Rúmlega 43% hjúkrunarfræð- inga töldu órólega sjúklinga valda mjög mikilli streitu og 43,3% töldu þá valda mikilli streitu. Þessar niðurstöður höfum við ekki séð í erlendum rannsóknum enda eru þessir þættir væntanlega sérstakir fyr- ir starf á geðdeildum. Þættir sem tengjast samskiptum við aðrar heilbrigðisstéttir valda töluverðri streitu í starfi hjúkrunarfræðinga. Tæp- lega 28% svarenda töldu að ónóg tjá- skipti við aðrar starfsstéttir valdi mjög mikilli streitu og 54,4% töldu það hafa mikil áhrif á streitu í starfi. Hjúkrunar- fræðingum fannst einnig að virðingar- leysi annarra starfstétta fyrir störfum sínum valdi streitu. Þannig fannst rúm- lega 21% hjúkrunarfræðinga að þetta virðingarleysi hafi mjög mikil áhrif og 42,4% fannst það hafa mikil áhrif á streitu. Samsvarandi tölur varðandi virð- ingarleysi lækna fyrir störfum hjúkrunar- fræðinga eru 13.6% og 42,4%. Mynd 2. Of fátl starfsfólk ör mannaskipti Skortur á sérhæfðu starfsf. Hættulegir sjúklingar Órólegir sjúklingar Vinnuálag á ákv. tímum Skilningsleysi aðstandenda Vinnutími Vandamál einstakra sjúkl. Léleg starfsaðstaða Ónóg tjáskipti Virðingarl. lækna f. st. h. Virðingarl. a. starfsh. f. st. 1:.-..V?""...t - V////////////Z77\ y///////////777777\ 'y/7/y —-V77777777A -.7//////////7//77A - Y//////////77Z/7/7/A B mjögmikil W///////////////////A Q mOdl W////////////77//77777A Y///////7777/777A 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 15 7. árg. 1. tbl. 1990

x

Tímarit FHH

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.