Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 18

Tímarit FHH - 01.09.1990, Síða 18
Tafla 1. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 io : 11 12 : 13 14 : 15 16 17 18 19 20 1. streita 1,00 2. aldur -,22 1,00 3. hjúskaparstaða -,09 ,05 1,00 4. fjöldi bama ,28 ,42 ,18 1,00 5. útskriftarár ,15 ,74 ,06 ,01 1,00 6. menntun ,12 -,08 ,13 ,02 -,05 1,00 7. starfsreynsla -,08 -.65 -,14 ,00 ,90 ,14 1,00 8. staða ,10 ,03 -,06 -,08 ,11 ,03 -.18 1,00 9. starfsandi ,04 ,00 -.15 ,10 -,05 -,14 ,08 ,20 1,00 10. stjómun -25 -,05 ,26 ,02 -.03 -,32 ,12 ,29 ,27 1,00 11. árangur meðferðar -.04 ,08 -.03 ,18 -.07 ,06 ,14 ,19 ,31 ,30 1,00 12. upplýsingastreymi -,17 ,19 ,14 ,09 -,14 -.05 ,24 ,23 ,10 ,47 ,23 1,00 13. vinnuálag ,33 ,15 ,08 ,23 -,17 ,03 ,07 -.17 ,02 ,08 ,01 ,10 1,00 14. óánægja ,35 ,21 ,00 -,H -31 -.03 ,09 -.15 -,08 -.20 -26 -,23 ,01 1,00 15. aukavinna ,14 ,23 -,02 ,27 -.12 ,16 ,03 -,02 ,08 -.20 ,14 -,08 -22 ,13 1,00 16. vinnustundir ,23 ,28 -,io ,04 -,20 -.17 ,10 -.10 ,07 -,15 ,02 -.18 -20 ,20 -.67 1,00 17. árangursleysi ,27 -.06 ,17 ,00 ,11 -.15 -.08 -.12 ,17 -.07 -.16 ,05 -.07 ,20 -.09 -.10 1,00 18. tillitsleysi ,26 ,04 -.18 ,29 ,04 ,01 -.07 -,27 -,09 -.23 ,01 -.02 -.07 ,01 -21 ,00 ,07 1,00 19. árangur meðf. óljós ,13 -.10 ,10 -.03 ,08 -.29 -.05 ,24 ,01 ,07 -31 ,04 ,16 ,05 ,10 ,15 ,33 -.01 1,00 20. viðurkenning ,23 ,19 -,13 -,11 -2A -.25 ,22 -,24 ,07 -.18 -,12 -,19 -22 ,15 -,05 -.14 ,25 ,14 ,05 1,00 Fylgnigreining Tafla 1 sýnir innbyrðis fylgni milli rannsóknarbreyta.* Þegar taflan er skoð- uð kemur í ljós að mest fylgni er á milli streitu og óánægju í starfi (r = ,35). Þessar niðurstöður eru í samræmi við er- lendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á öðrum hópum en hjúkrunarfræðingum (Beehr, 1976; Johnson & Stinson, 1975; Lyons 1971 og Miles 1975). Niðurstöð- ur okkar benda til þess að heimfæra megi þessar almennu niðurstöður um tengsl streitu og óánægju í starfi yfir á hjúkrun- arfræðinga. Sé litið á sambandið milli fjölda vinnu- stunda á viku og streitu kemur í ljós að marktæk fylgni (r = ,23) er á milli þess- arra tveggja breyta. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður Pines og Maslach (1978) á geðdeildum í Banda- ríkjunum en þeir sýndu fram á að fjöldi vinnustunda á viku hafði áhrif á streitu í starfi og neikvæðar tilfmningar. Því fleiri vinnustundir sem starfsmaður vann þeim mun verr líkaði honum við starfið; fannst hann hafa minni ábyrgð og stjóm á sjúklingunum á stofnuninni. Hins veg- * Fylgnistuðull gefur til kynna (línulegt) sam- band (samdreifmgu) tveggja breyta. Hann getur tekið gildi frá -1 til +1. Sé fylgnin milli tveggja breyta (x og y) -1, er ,,fullkomið“ neikvætt sam- band milli þeirra. Sé fylgnin 0 er ekkert samband milli breytanna. Sé fylgnin aftur á móti +1, er ..fullkomið" jákvætt samband milli breytanna. ar var ekki marktækt samband milli streitu og fjölda aukavinnustunda á mán- uði (r = ,14). Veruleg fylgni er einnig milli streitu og vinnuálags á deildinni (r = ,33). Enn sem fyrr eru niðurstöður okkar í sam- ræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að vinnuálag er tengt streitu í starfl (Mal- oney 1982). Einnig er töluverð fylgni milli lítils árangurs í starfi (hve oft hjúkr- unarfræðingar leggja hart að sér án þess að ná árangri) og streitu (r = ,27). Fylgni milli tillitsleysis annarra starfs- hópa gagnvart starfi hjúkrunarfræðing- anna og streitu er marktæk (r = ,26). Sama má segja um tengsl streitu og þess að hjúkrunarfræðingar fá ekki viðurkenn- ingu fyrir störf sín frá yfirboðurum sín- um (r = ,23). í þessu sambandi má minna á niðurstöður Nichols o.fl. (1981). Af öðrum marktækum samböndum sem fram koma í töflu 1 má nefna að nei- kvætt samband er milli streitu og þess hversu góða umsögn hjúkrunarfræðingar gefa deildinni sinni fyrir stjómun (r = -,25). Þá er neikvætt samband milli streitu og aldurs (r = -,22) og jákvætt samband milli fjölda barna og streitu (r = ,28). Þessar niðurstöður em í nokk- urri andstöðu við erlendar rannsóknir. Þannig kom í ljós í rannsókn Leatt og Schneck (1980) á hjúkrunardeildarstjór- um að ekkert samband var milli streitu og aldurs. Hér að framan höfum við beint athygl- inni að þeim þáttum sem tengjast streitu á marktækan hátt í töflu 1. Ekki er þó síð- ur athyglisvert að skoða hvaða þættir em ekki tengdir streitu á marktækan hátt samkvæmt þessum sömu fylgniútreikn- ingum. I þessu sambandi má nefna að engin fylgni kom fram milli starfs- reynslu og streitu (r = -,08) og hjúskap- arstöðu og streitu. Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsókn Leatt og Schneck (1980) á hjúkrunardeildarstjómm. And- stæðar niðurstöður fengust í rannsókn Huckabay og Jagla (1979) en þeir fundu tengsl milli streitu og þess hversu lengi gjörgæsluhjúkmnarfræðingar höfðu starfað. Hér má einnig minna á rannsókn Olsens (1977) sem sýndi að streitan minnkaði með aukinni starfsreynslu. Streitan reyndist svipuð fyrstu þrjú árin en minnkaði síðan. Tafla 2. Aðhvarfs stuðull Beta stuðull Stuðull 4,789 0,000 Aldur -0,142 -0,218 Stjórnun -0,272 -0,185 Vinnuálag 0,537 0,311 Oánægja 0,314 0,165 Vinnustundir -0,031 -0,293 Arangursleysi 0,361 0,242 Tillitsleysi 0,139 0,131 Viðurkenning -0,147 -0,130 Hjúskaparstaða -0,184 -0,168 Menntun 0,486 0,155 Upplýsingastreymi -0,354 -0,221 Fjöldi barna 0,418 0,319 R ,693 R2 ,480 16 Tímarit Fhh

x

Tímarit FHH

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit FHH
https://timarit.is/publication/2014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.