Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 19
Ekki er marktæk fylgni streitu við
menntun (r = ,12) og útskriftarár
(r = ,15). Olsen (1977) fann ekki mark-
tækt samband milli menntunar og
streitu. Ekki er marktæk fylgni milli
starfsanda á deildinni og streitu (r = ,04)
og umsagnar um árangur meðferðar og
streitu (r = ,04). Fylgni við fullyrðing-
una um að erfitt sé að sjá árangur í með-
ferð geðsjúkra er lítil (r = ,13).
Hér að framan höfum við fjallað um
tengsl einstakra þátta við streitu út frá
fylgni eins og hún birtist í töflu 1.1 fram-
haldi af þessari umræðu hlýtur að vakna
sú spuming hver séu sameiginleg
„áhrif ‘ þessara breyta á streitu eða með
öðrum orðum hversu mikið af dreifmgu
streitubreytunnar má hugsanlega rekja
(tölfræðilega) til annarra þátta rannsókn-
arinnar? Til þess að leita svara við þess-
ari spurningu gerðum við aðhvarfsgrein-
ingu (regression analysis) þar sem streit-
an var fylgibreyta en þær 13 breytur sem
höfðu mesta fylgni voru frumbreytur.
Niðurstöður útreikninga okkar gefur að
líta í töflu 2. Eins og sjá má skýra þessar
breytur tölfræðilega nær 48% af dreif-
ingu streitubreytunnar (R2 = ,480). Því
verður ekki betur séð en líkan okkar hafi
verulega tölfræðilegan skýringarmátt.
Það hlýtur að teljast all gott að ná að
skýra tölfræðilega 48% streitunnar með
tilvísun í þessar 13 breytur.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið fjallað um
niðurstöður streitukönnunar hjúkrunar-
fræðinga á Geðdeild Landsspítalans árið
1987. Mikilvægt er að geta borið niður-
stöðurnar saman við aðrar kannanir. En
það er erfitt þar sem oft em mismunandi
mælingar notaðar við mismunandi að-
stæður. Við höfum fylgt svipuðum að-
ferðum og tíðkast hafa erlendis (sjá
Duxbury o.fl., 1984; Hinshaw o.fl.,
1987 og Parasuraman o.fl., 1982) og
mælt streitu út frá „huglægu mati“ ein-
staklingsins (subjective orientations of
individuals). Slíkar mælingar hafa auð-
vitað ákveðnar takmarkanir. Þannig er
erfitt að segja til um það út frá algildum
mælikvörðum hvað sé í reynd mikil
streita. Þó virðist okkur óhjákvæmilegt
annað en álykta að vemleg streita sé í
starfi hjúkrunarfræðinga á geðdeild.
Megin verkefni þessarar könnunar hef-
ur verið að sýna fram á hvemig streita
tengist ýmsum þáttum í starfi hjúkrunar-
fræðingsins á mismunandi hátt. Við höf-
um meðal annars séð hvemig ýmsir
þættir tengdir mönnun deildar, svo og
hættulegir og órólegir sjúklingar hafa
áhrif á streitu. Þær 13 breytur sem við
styðjumst mest við í rannsókninni skýra
tölfræðilega 48% af dreifmgu streitu-
breytunnar sem verður að teljast allgóð-
ur árangur. Það styrkir niðurstöður
okkar að þær em yfirleitt í samræmi við
erlendar niðurstöður.
Mikilvægt er að niðurstöður séu nýttar
til þess að draga úr streitu í starfi hjúkr-
unarfræðinga og bæta þannig hjúkmn í
landinu. Séu niðurstöður okkar hinsveg-
ar skoðaðar í ljósi þróunarinnar á undan-
förnum ámm bendir margt til þess að
heldur miði í öfuga átt hvað þetta snertir.
Verri fjárhagsstaða ríkisins hefur leitt til
þess að fé hefur verið skorið niður til
heilbrigðismála. Reynt hefur verið að
spara í rekstri sjúkrahúsa. Hefur það
meðal annars leitt til lokunar deilda og
reynt er að meðhöndla sjúklinga á göngu-
deildum þannig að þeir þurfi síður að
leggjast inn. Þeir em þá oft veikari en áð-
ur þegar að innlögn kemur. Stöðuheim-
ildum hefur ekki fjölgað og reynt er
draga úr nýráðningum. Leiðir það til
meira vinnuálags og streitu hjá starfs-
fólki deilda. Mikilvægt er að fá fleiri
hjúkmnarfræðinga til starfa til að minnka
vinnuálag og streitu hjúkrunarfræðinga.
Þá er nauðsynlegt að draga úr þeim öm
mannaskiptum sem em meðal aðstoð-
arfólks við hjúkmn.
Heimildir
Beehr, T.A. (1976). Perceived situational moderators of
the relationship between subjective role ambiguity and
role strain. Journal of Applied Psychology, 61,
35-40.
Cobb, S. (1976). Social support as moderator of life stress.
Psychosomatic Medicine, 38, 300—314.
Cooper, C.L. and Payne, R.L. (1978). Stress at work.
John Wiley , New York.
Dawkins, J., Deep, F. and Selzer, N. (1985). Stress and
the Psychiatric Nurse. Journal of Psychosocial
Nursing 1985, vol.23, No. 11.
Duxbury, M.L., Armstrong, G.D., Drew, D.J. & Henl-
ey, S.J. (1984). Head nurse leadership style with staff
nurse bumout and job satisfaction in neonatal intensi-
ve care unit. Nursing Research 33, 97—101.
Gupta. & Beehr, T.A. (1979). Job stress and employees
behavior. Organizational Behavior and Human
Performance, 23, 373—387.
Hinshaw, A.S. & Atwood, J.R. (1984). Nursing Staff
Tumover, Stress and Satisfaction: Models, Measur-
es and Management. In H.H. Wereley & J. J. Fitz-
patric, (Eds.) Annual Review of Nursing Research,
1, 133-153.
Huckabay L. and Jagla B. (1979). Nurses’ Stress Factors
in the Intensive Care Unit. Journal of Nursing Adm-
inistration. Feb. bls. 21—26.
Johnson, T.W. & Stinson, J.E. (1975). Role ambiguity,
role conflict and satisfaction: Moderating effects of
individual differences. Journal of Applied Psycho-
Iogy, 60, 329-333.
Jones, J.G., Janman, K., Payne, R.L. and Ric, J.T.
(1987) Some deíerminants of stress in psychiatric
nurses. Int. J. Nurs. Stud. 24,129—144.
Komhauser, A. (1965). Mental health of the industrial
worker. New York: John Wiley.
Kovecses, J.S. (1980). Bumout doesn’t have to happen.
Nursing 80:105-111.
Laura Sch. Thorsteinsson, Jóna Siggeirsdóttir og Asta
Thoroddsen (1987). Störf háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga. Tímarit Fhh 1. tbl. 4. árg. bls. 8—11.
Leatt, P. S. & Schneck, R. (1980) Differences in stress
perceived by headnurses across nursing specialities
in hospitals. J. Adv. Nurs. 5,31—46.
Lobb, M. og Reid, M. (1987). Cost-effectiveness at what
price? An investigation of staff stress and bumout.
Nurs. Admin. Q., 12(1), bls. 59—66.
Lyons, T. F. (1971). Role clarity, need for clarity, sat-
isfaction, tension and withdrawal. Organizational
Behavior and Human Performance, 6, 99—110.
Maloney, J.P. (1982). Job stress and its consequences on
a group of intensive care and nonintensive care nurs-
es. Advances in Nuring Science, Jan.
Margolis, G.L., Kroes, W.J. og Quinn, R. P. (1974). Job
stress: An unlisted occupational Hazard. Journal of
Occupational Medicine 16, 659—661.
McGrath, Reid, N. and Boore, J. (1989). Occupational
stress in nursing. Int. J. Nurs.,Stud., Vol. 26, No.
4, 343-358.
Miles, R.H. (1975). An empirical test of causal inference
between role perception of conflict and ambiguity and
various personal outcomes. Journal of Applied
Psychology, 60,344—339.
Motowidlo, S., Packard, J.S., and Manning, M.R.
(1986). Occupational stress: Its causes and Consequ-
ences for job performances. Journal of Applied
Psychology, 4, 618—629.
Nichols, K.A., Springford, V. and Searle J. (1981). An
investigation of distress and discontent in various typ-
es of nursing. J. Adv. Nurs., 311—318.
Norbeck, J.S. (1985). Perceived Job Stress, Job Satisf-
action, and Psychological Symptoms in Critical Care
Nursing. Research in Nursing and Health, 8.
253—259.
Olsen, M. (1977). OR nurses perception of stress. AORN
J. 25:43-47.
Oskins, S.L. (1979). Identification of situational stress-
ors and coping methods by intensive care nurses.
Heart and Lung HMSO 8, 953—960.
Parasuraman, S., Drake, B.H.& Zammuto, R.F. (1982).
The effect of nursing care modalities and shift as-
signments on nurses work experiences and job attitu-
des. Nursing Research, 31, 364—367.
Pines, A. and Maslach, C. (1978). Characteristics of staff
bum-out in mental health settings. Hospital and
Community Psychiatry, 29, 233—237.
Packard, J. and Motowidlo, S. (1987). Subjective Stress,
Job Satisfaction, and Job Performance of Hospital
Nurses. Research in Nursing and Health, 10,
253-261.
Porter, L.W., Steers, R.M., Mowday, R.T. & Boulian,
P.V. (1974) Organizational commitment, job satisf-
action and tumover among psychiatric technicians.
Journal of Applied Psychology, 19, 475—479.
☆
7. árg. 1. tbl. 1990