Tímarit FHH - 01.09.1990, Blaðsíða 35
góðar fyrir deildarstarfið en þær taka
engan veginn tillit til eða virða fjölbreyti-
legar manngerðir og þarfir þeirra. Deild-
in hlýtur hins vegar að vera fyrir þá sem
þar þurfa að dveljast en ekki öfugt.
Sumum kynni að finnast það fáránlegt að
aðstoða einhvem við að fara í bað að
kvöldi þegar reglan er sú að allir baði sig
að morgni, að útbúa sérstakan mat sem
sendur hefur verið úr heimahúsi eða að
taka á móti einhverjum á miðnætti sem
hefúr verið úti í bæ með fjölskyldu sinni
og hjálpa honum í háttinn þegar allir eru
löngu sofnaðir. En það er einmitt þetta
sem þarf til að gera umönnunina persónu-
lega. Einnig er mikilvægt að fólk hafi
sem mest af eigin munum hjá sér, svo
sem myndir og fleira í þeim dúr. Mörg-
um finnst líka gott að vera í eigin fötum,
náttfötum eða æfmgagöllum.
Flestum er það mikilvægt að finna að
þeir hafi stjórn á tilverunni í kringum
sig. Með því að láta sjúklinginn sjálfan
stjóma umönnuninni, hvað er gert og
hvenær, fær hann síður á tilfinninguna
að hann sé hjálparvana og lokaður inni á
stofnun þar sem hann fær engu um ráð-
ið. Dauðvona fólk á rétt á því að stjórna
lífsháttum sínum. (Charles-Edwards,
1983).
Að veita persónulega umönnun krefst
meiri tíma hjúkrunarfólks heldur en ef
unnið er eftir föstum reglum. Þegar fólk
á ekki langt eftir ólifað er tími það
minnsta sem aðrir geta gefið því. Við
umönnun deyjandi einstaklinga er reglu-
bundnum athugunum svo sem hita- og
blóðþrýstingsmælingum hætt. Hjúkmn-
arfólk ætti því að geta varið þeim mun
meiri tíma í að dvelja hjá skjólstæðing-
um sínum og sinna þeim.
Dauðdagann á að bera að eins eðlilega
og hægt er. Slöngur og hávaðasöm tæki
ættu ekki að fyrirfmnast, heldur ber að
stuðla að friði og ró.
Tjáskipti — aðdragandi
dauðans
Tjáskipti em mikilvægur þáttur í um-
önnun deyjandi fólks. Arangur og gæði
hjúkmnar em alltaf háð því hversu ár-
angursrík tjáskiptin em. Deyjandi mað-
ur óttast hið óþekkta og hvemig hann
muni deyja. Hann er hræddur við að ein-
angrast og verða aleinn þegar stundin
nálgast. Það er því mikilvægt að reyna
að gera honum grein fyrir hvað í vænd-
um sé, að allt verði gert til að hann hafi
ekki verki eða líði illa og að hann muni
ekki verða einn.
Bent hefúr verið á að margir óttist
meira aðdraganda þess að deyja heldur
en dauðann sjálfan. Þegar um er að ræða
illkynja sjúkdóm em skiptar skoðanir
um, hvaða upplýsingar eigi að gefa við-
komandi um sjúkdóm hans og horfur.
Sumir em á þeirri skoðun að segja eigi
sem minnst, aðrir telja að fólk eigi að fá
að vita allt. Ólíklegt er að annað hvort
þessara sjónarmiða sé rétt. Upplýsingar
á að gefa þegar sá sem á í hlut er tilbúinn
til að taka við þeim. Það er staðreynd að
flestum gengur betur að aðlagast ef þeir
vita sannleikann. Óvissa getur skapað
ótta og óöryggi. I flestum tilfellum þekk-
ir fólk sjúkdómsgreiningu sína og hefur
gert frá upphafi veikinda sinna. Jafnvel
þó að upplýsingar séu ekki veittar em fá-
ir sem ekki skynja að aukið þyngdartap,
aukinn slappleiki og minnkuð virkni
hljóti að þýða alvarleg veikindi. Sá heil-
brigðisstarfsmaður sem heldur að það sé
hægt að ganga í gegnum einkenni og
meðferð sjúkdóms á lokastigi án þess að
skilja hvert stefnir, hefur varla komið ná-
lægt deyjandi manneskju. Sé skjólstæð-
ingnum sinnt af nærgætni og umhyggju
skapast það traust og þau tengsl sem þarf
til að hann geti ömggur tjáð sig um það
sem hann þegar veit, tilfmningar sínar
og viðhorf til dauðans. Það er mikilvægt
að hafa í huga að deyjandi einstaklingur
er fullkomlega eðlilegur maður. Það vill
bara þannig til að hann er að deyja
(Charles-Edwards, 1983).
Allir sem taka þátt í umönnuninni
verða að vita hvaða upplýsingar skjól-
stæðingi hafa verið gefnar. Þá em allir
reiðubúnir til að tala opinskátt og af
hreinskilni án þess að vera hræddir um
að segja eitthvað rangt og um leið verða
tjáskiptin mun áhrifaríkari og meira gef-
andi fyrir alla aðila. Þetta krefst þess að
gott upplýsingaflæði sé milli starfsfólks-
ins. Eðlilegt er í þessu sambandi að nota
einhvers konar samskiptablöð þar sem
fram kemur hvað hefur verið sagt. Þá
geta allir sem taka þátt í umönnuninni
skoðað blöðin til að átta sig á um hvað
hefúr verið rætt og þannig veitt betri
stuðning.
Hjúkmnarfólk þarf að gefa skjólstæð-
ingnum til kynna að að það hafi tíma til
að tala við hann. Hjúkmnarfræðingur
eða sjúkraliði sem kemur askvaðandi inn
á stofuna, hristir koddana hressilega,
dustar sængina og talar glaðlega um dag-
inn og veginn gefur mjög skýrt til kynna
að hann hafi engan tíma til að tala við
þann sem er inni á stofunni. Rólegt við-
mót skapar hins vegar oft þægilegt and-
rúmsloft við aðhlynninguna þar sem
fólki gefst færi á að tjá það sem því ligg-
ur á hjarta. Þannig finnur fólk að það sé
einhvers virði ef því er veittur sá tími
sem j)að þarfnast (Poritt, 1984).
A alþjóðlegri ráðstefnu hjúkmnar-
fræðinga sem ég sótti skýrði hjúkmnar-
fræðingur nokkur frá samtali sínu við
deyjandi mann. Hann sagði honum að
hann væri hræddur við að deyja. Hann
sagðist hafa svarað: „Dauðinn er óum-
flýjanlegur. Við eigum öll eítir að deyja.
Ég á eftir að deyja eins og þú“. Þetta
voru viðbrögð hans þegar dauðvona
skjólstæðingur hans vildi fá að tjá sig um
ótta sinn við dauðann. Það felst vissu-
lega mikill sannleikur í þessum orðum
hans en ég vona þó svo sannarlega að
slík svör séu fáheyrð. Dauðinn er óum-
flýjanlegur en þrátt fyrir það er full
ástæða til að ræða um hann, væntingar
til hans og við hvað óttinn er mestur.
Þannig er hægt að minnka þá ógn sem
fólki stafar af dauðanum. Nauðsynlegt
er að svo mikilvægar umræður fari fram
í einrúmi. Fáir hafa áhuga á að ræða um
tilfinningar sínar eða yfirvofandi dauða
innan um aðra. Oft er árangursríkt að
spyrja opinna spuminga. Þannig gefur
sá sem spyr til kynna að hann sé tilbúinn
33
7. árg. 1. tbl. 1990