Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 16

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 16
G O L F viðtalið Lokastaðan í Einvíginu: 1. Nökkvi Gunnarsson NK 2. Ingi Rúnar Gíslason GKj 3. Andri Þór Björnsson GR 4. Axel Bóasson GK 5. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 6. Björgvin Sigurbergsson GK 7. Tinna Jóhannsdóttir GK 8. Karlotta Einarsdóttir NK 9. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 10. Birgir Leifur Hafþórsson GKG Lokastaðan í höggleiknum: 1. Andri Þór Björnsson GR 30 -6 2. Björgvin Sigurbergsson GK 34 -2 3. Axel Bóasson GK 34 -2 4. Ingi Rúnar Gíslason GKj 35 -1 5. Nökkvi Gunnarsson NK 35 -1 6. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 36 par 7. Karlotta Einarsdóttir NK 37 +1 8. Þórarinn Gunnar Birgisson NK 38 +2 9. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 38 +2 10. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 39 +3 11. Tinna Jóhannsdóttir GK 40 +4 Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fór með sigur af hólmi í Einvíginu á Nesinu sem fram fór á Nesvell- inum mánudaginn 1. ágúst síðastliðinn. Tíu kylfingar fengu þátttökurétt í Einvíginu og datt einn kylfingur úr leik á hverri holu þar til að Nökkvi stóð uppi sem sigurvegari eftir einvígi á 9. holu við Inga Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Nökkvi og Ingi Rúnar fengu báðir fugl á níundu holu og því var farið í einvígi þar sem keppt var í því að vera nær holu úr vippi skammt fyrir utan flötina. Nökkvi átti frábært vipp og tryggði sér sigurinn og fagnaði 35 ára afmælisdeginum sínum með glæsibrag. „Það var ekki verra að vinna þetta mót á afmælisdeg- inum. Ég hafði lengst náð á fimmtu holu og tvisvar dottið út á annarri holu. Ég hélt að það væri að fara að endurtaka sig. Það er frábært að ná að vinna þetta mót því þetta er einn af aðalgolfviðburðunum í golfi á hverju ári. Þessi sigur gefur mér umfram allt sjálfs- traust. Ég veit að ég er góður kylfingur sem getur slegið, púttað og vippað vel en hef alltaf átt í erfið- leikum með hugarfarið. Ég skil eiginlega ekki hvernig ég fór að því að vinna. Úr því að mér hefur tekist að vinna einu sinni þá verður þetta kannski auðveldara næst,“ sagði Nökkvi eftir sigurinn. Klúbbmeistari GR, Andri Þór Björnsson, varð þriðji eftir að hafa fallið úr keppni á 8. braut. Hann lék einnig best allra í höggleiknum sem leikinn var fyrr um morguninn og kom í hús á 30 höggum eða sex höggum undir pari. Björgvin Sigurbergsson úr Keili og Axel Bóasson úr Keili léku á 34 höggum eða tveimur höggum undir pari. Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG átti titil að verja í mótinu en lenti í hremmingum á fyrstu holu og féll úr keppni. Hann sló yfir flötina í upphafshöggi sínu og lenti þar í mjög þungum karga. Hann tapaði svo fyrir Andra Þór í einvígi. Mótið þótti heppnast mjög vel og við mótslok veitti helsti styrktaraðili mótsins, DHL, Barnaspítala Hringsins eina milljón króna til styrktar góðu málefni. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Nesvöllinn en mótið er orðinn einn af hátindum golfsumarsins. Einvígið á Nesinu: Nökkvi fagnaði 35 ára afmælinu með sigri Nökkvi með bikarinn og í sveiflu. Að ofan er Ingi Rúnar og fjöldi áhorfenda. Andri Þór lék best í höggleiknum og varð svo þriðji í lokakeppninni. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.